Ójöfn staða sakborninga Sveinn Arnarsson skrifar 12. janúar 2015 09:45 Ákveðnir hópar virðast vera í betri stöðu en aðrir innan réttarvörslukerfisins hvað varðar nauðgunarmál. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Hildar Fjólu Antonsdóttur um meðferð nauðgunarmála. Efni rannsóknarinnar hefur verið kynnt innanríkisráðherra. „Margir „venjulegir menn“, ef hægt er að orða sem svo, eru sakborningar í nauðgunarmálum en sá hópur er hlutfallslega lítill þegar kemur til ákæru,“ segir Hildur Fjóla. Í rannsókn Hildar Fjólu er lausleg skilgreining á „venjulegum mönnum“, höfð eftir viðmælanda hennar að „þeir séu ekki endilega í dópi eða alkóhólistar eða í einhverjum afbrotum almennt“. „Við höfum einnig séð í erlendum rannsóknum og sjáum það í þessari rannsókn einnig, að þeir sem eiga við félagsleg-, geðræn, eða áfengisvandamál að stríða, eru líklegri til að fara alla leið í íslensku réttarkerfi þegar kemur að þessum brotaflokki. Svo virðist vera að þeir sem eiga undir högg að sækja á einhvern hátt eigi einnig undir högg að sækja í réttarkerfinu,“ segir Hildur Fjóla. Hún segir þessar niðurstöður þurfa að skoðast betur og í samhengi við það að brotaflokkurinn er sérstakur fyrir þær sakir að þarna eru sakborningar oftar venjulegir menn. „Það einkennir þennan brotaflokk að sakborningar eru einhvers konar þversnið af þjóðinni,“ segir Hildur Fjóla. Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, telur þetta eina af mörgum þörfum ábendingum skýrslunnar. „Þessi þarfa ábending vísar til þess að kynferðisbrotamenn er að finna í öllum stéttum en um leið að frekar er ákært í málum þar sem gerendur hafa brotaferil, geðræn vandamál eða áfengis- og fíknivanda. Ég hef ekki forsendur til að meta hvort um sé að ræða afleiðingar forgangsröðunar við rannsóknir, sem kunna að byggja á huglægu mati þeirra sem þeim stýra. Lögreglan hefur verið að vinna að því að skýra verklag rannsókna, sem fer saman við ákveðna nýliðun og aukna fagmennsku. Við verðum að vænta þess að sú vinna skili sér,“ segir Tryggvi. Viðhorf og reynsla fagaðila sem starfa við meðferð nauðgunarmála innan réttarvörslukerfisins var efni rannsóknar Hildar Fjólu. Rannsóknin var unnin í samstarfi við innanríkisráðuneytið og markmið hennar var að kanna viðhorf og reynslu fagaðila og hvort breytinga sé þörf á málaflokknum. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið kynntar Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Rannsóknin er seinni hluti rannsóknar um einkenni og meðferð nauðgunarmála. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Ákveðnir hópar virðast vera í betri stöðu en aðrir innan réttarvörslukerfisins hvað varðar nauðgunarmál. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Hildar Fjólu Antonsdóttur um meðferð nauðgunarmála. Efni rannsóknarinnar hefur verið kynnt innanríkisráðherra. „Margir „venjulegir menn“, ef hægt er að orða sem svo, eru sakborningar í nauðgunarmálum en sá hópur er hlutfallslega lítill þegar kemur til ákæru,“ segir Hildur Fjóla. Í rannsókn Hildar Fjólu er lausleg skilgreining á „venjulegum mönnum“, höfð eftir viðmælanda hennar að „þeir séu ekki endilega í dópi eða alkóhólistar eða í einhverjum afbrotum almennt“. „Við höfum einnig séð í erlendum rannsóknum og sjáum það í þessari rannsókn einnig, að þeir sem eiga við félagsleg-, geðræn, eða áfengisvandamál að stríða, eru líklegri til að fara alla leið í íslensku réttarkerfi þegar kemur að þessum brotaflokki. Svo virðist vera að þeir sem eiga undir högg að sækja á einhvern hátt eigi einnig undir högg að sækja í réttarkerfinu,“ segir Hildur Fjóla. Hún segir þessar niðurstöður þurfa að skoðast betur og í samhengi við það að brotaflokkurinn er sérstakur fyrir þær sakir að þarna eru sakborningar oftar venjulegir menn. „Það einkennir þennan brotaflokk að sakborningar eru einhvers konar þversnið af þjóðinni,“ segir Hildur Fjóla. Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, telur þetta eina af mörgum þörfum ábendingum skýrslunnar. „Þessi þarfa ábending vísar til þess að kynferðisbrotamenn er að finna í öllum stéttum en um leið að frekar er ákært í málum þar sem gerendur hafa brotaferil, geðræn vandamál eða áfengis- og fíknivanda. Ég hef ekki forsendur til að meta hvort um sé að ræða afleiðingar forgangsröðunar við rannsóknir, sem kunna að byggja á huglægu mati þeirra sem þeim stýra. Lögreglan hefur verið að vinna að því að skýra verklag rannsókna, sem fer saman við ákveðna nýliðun og aukna fagmennsku. Við verðum að vænta þess að sú vinna skili sér,“ segir Tryggvi. Viðhorf og reynsla fagaðila sem starfa við meðferð nauðgunarmála innan réttarvörslukerfisins var efni rannsóknar Hildar Fjólu. Rannsóknin var unnin í samstarfi við innanríkisráðuneytið og markmið hennar var að kanna viðhorf og reynslu fagaðila og hvort breytinga sé þörf á málaflokknum. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið kynntar Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Rannsóknin er seinni hluti rannsóknar um einkenni og meðferð nauðgunarmála.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira