Elvar fékk óvænta viðurkenningu - Fagnaði ekki meistaratitlinum Sindri Sverrisson skrifar 2. apríl 2020 19:30 Elvar Már Friðriksson fór til Borås frá Njarðvík síðasta sumar og sló í gegn í Svíþjóð. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. Elvar og félagar í Borås voru efstir í deildinni þegar tímabilið var flautað af vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Í kjölfarið var svo ákveðið að í ljósi þess að engin úrslitakeppni yrði spiluð í ár yrði Borås Svíþjóðarmeistari. Við það bætist svo einstaklingsviðurkenning Elvars sem var algjör lykilmaður hjá Borås á sínu fyrsta tímabili með liðinu eftir komuna frá Njarðvík: „Maður á aldrei von á svona viðurkenningu kannski og það var annar í deildinni sem spilaði rosalega vel í vetur, Brandon Rozzell sem var með Stjörnunni í fyrra, þannig að ég bjóst svona við að hann myndi fá þetta. Ég var glaður að fá þessa viðurkenningu,“ sagði Elvar við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Meistararnir á leið í Evrópukeppni „Það var voðalega skrýtinn endir á þessu tímabili. Þetta kom bara upp úr engu fannst mér og gerðist mjög hratt. Við vorum á æfingu að undirbúa okkur fyrir leik og svo kemur formaðurinn til okkar inn í klefa og tilkynnir okkur að tímabilið sé búið,“ sagði Elvar en Svíar voru meðal þeirra fyrstu sem blésu sitt tímabil af. Elvar segir að sér líði ekki eins og meistara þrátt fyrir að leikmenn Borås hafi fengið þá nafnbót: „Við vorum gerðir meistarar en ég held að það sé bara gert af því að lið fara í Evrópukeppni hérna. Ég held að það sé helsta ástæðan án þess að ég viti það. Það fara tvö lið héðan í Evrópukeppni og það eru efstu tvö liðin. Maður fagnaði ekki einu sinni þessum titli. Það var svo mikil eftirvænting eftir úrslitakeppninni og maður hlakkaði mikið til en svo er það allt tekið frá manni. Maður upplifir sig ekki eins og meistara. Kannski eins og deildarmeistara, og ég held að það hefði verið eðlilegasta niðurstaðan eins og hér heima.“ Klippa: Sportið í dag - Elvar fékk verðlaun sem komu honum á óvart Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Körfubolti Sportið í dag Tengdar fréttir Elvar Már valinn bakvörður ársins í Svíþjóð Leikstjórnandinn lék frábærlega á sínu fyrsta tímabili í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. 2. apríl 2020 11:36 Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
„Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. Elvar og félagar í Borås voru efstir í deildinni þegar tímabilið var flautað af vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Í kjölfarið var svo ákveðið að í ljósi þess að engin úrslitakeppni yrði spiluð í ár yrði Borås Svíþjóðarmeistari. Við það bætist svo einstaklingsviðurkenning Elvars sem var algjör lykilmaður hjá Borås á sínu fyrsta tímabili með liðinu eftir komuna frá Njarðvík: „Maður á aldrei von á svona viðurkenningu kannski og það var annar í deildinni sem spilaði rosalega vel í vetur, Brandon Rozzell sem var með Stjörnunni í fyrra, þannig að ég bjóst svona við að hann myndi fá þetta. Ég var glaður að fá þessa viðurkenningu,“ sagði Elvar við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. Meistararnir á leið í Evrópukeppni „Það var voðalega skrýtinn endir á þessu tímabili. Þetta kom bara upp úr engu fannst mér og gerðist mjög hratt. Við vorum á æfingu að undirbúa okkur fyrir leik og svo kemur formaðurinn til okkar inn í klefa og tilkynnir okkur að tímabilið sé búið,“ sagði Elvar en Svíar voru meðal þeirra fyrstu sem blésu sitt tímabil af. Elvar segir að sér líði ekki eins og meistara þrátt fyrir að leikmenn Borås hafi fengið þá nafnbót: „Við vorum gerðir meistarar en ég held að það sé bara gert af því að lið fara í Evrópukeppni hérna. Ég held að það sé helsta ástæðan án þess að ég viti það. Það fara tvö lið héðan í Evrópukeppni og það eru efstu tvö liðin. Maður fagnaði ekki einu sinni þessum titli. Það var svo mikil eftirvænting eftir úrslitakeppninni og maður hlakkaði mikið til en svo er það allt tekið frá manni. Maður upplifir sig ekki eins og meistara. Kannski eins og deildarmeistara, og ég held að það hefði verið eðlilegasta niðurstaðan eins og hér heima.“ Klippa: Sportið í dag - Elvar fékk verðlaun sem komu honum á óvart Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Körfubolti Sportið í dag Tengdar fréttir Elvar Már valinn bakvörður ársins í Svíþjóð Leikstjórnandinn lék frábærlega á sínu fyrsta tímabili í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. 2. apríl 2020 11:36 Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Elvar Már valinn bakvörður ársins í Svíþjóð Leikstjórnandinn lék frábærlega á sínu fyrsta tímabili í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. 2. apríl 2020 11:36
Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum