Dvalarheimili í Bandaríkjunum vilja vörn gegn lögsóknum Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2020 23:16 Hvergi hafa fleiri dáið á dvalarheimilum en í New York. AP/John Minchillo Forsvarsmenn dvalarheimila í Bandaríkjunum vinna nú hörðum höndum að því að sannfæra embættismenn ríkja um að veita dvalarheimilum undanþágu gegn lögsóknum. Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. Þessi vinna virðist hafa skilað árangri. AP fréttaveitan segir ráðamenn í minnst fimmtán ríkjum hafa brugðið skildi yfir dvalarheimili vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í New York, þar sem flestir skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið, skrifuðu málafylgjumenn iðnaðarins stóran hluta frumvarp sem skýlir dvalarheimilum frá bæði lögsóknum og ákærum. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, skrifaði undir frumvarpið. Forsvarsmenn iðnaðarins eru nú að beita ráðamenn annarra ríkja þrýstingi. Meðal annars segja þeir aðstæðurnar í dag vera fordæmalausar og ekki eigi að vera hægt að lögsækja dvalarheimilin vegna aðstæðna sem forsvarsmenn þeirra hafa enga stjórn á. Til að mynda vegna skorts á hlífðarbúnaði og skimun fyrir veirunni, misvísandi skilaboða frá yfirvöldum og veikinda starfsfólks. Mögulega lögsóknir eina leiðin til að tryggja öryggi skjólstæðinga Aðrir segja ótækt að veita dvalarheimilum skjól. Dómskerfið sé mögulega eina leiðin til að draga fyrirtækin til ábyrgðar og tryggja öryggi skjólstæðinga. Nærri því 70 prósent þeirra rúmlega fimmtán þúsund dvalarheimila sem starfrækt eru í Bandaríkjunum eru í rekin af fyrirtækjum og með hagnað í huga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Á undanförnum árum hafa hundruð þeirra verið keypt og seld af fjárfestingarsjóðum. Mark Dark, sem er lögmaður samtaka í Kaliforníu sem berjast fyrir umbótum í rekstri dvalarheimila, segir iðnaðinn alltaf hafa sóst eftir undanþágum eins og þeim sem þeir fara nú fram á. Nú séu þeir hins vegar að nýta sér faraldurinn. „Þetta hefur lítið með það erfiða starf sem heilbrigðisstarfsfólk er að vinna og mikið með það að verja fjárhagslega hagsmuni stærstu fyrirtækjanna,“ sagði Dark. Dregið úr eftirliti Aðrir sem beita sér fyrir umbótum óttast ástandið þegar fjölskyldumeðlimum skjólstæðinga er ekki leyft að heimsækja ættingja sína og þegar búið er að draga úr eftirliti með dvalarheimilum í forvarnarskyni. „Það er enginn að fylgjast með því hvað er að gerast,“ sagði Toby Edelman frá samtökunum Center for Medicare Advocacy, við AP. „Það er ekki hægt að kenna Covid-19 um allt. Aðrir hræðilegir hlutir geta gerst. Það að segja að vegna faraldursins sé allt leyfilegt er of langt gengið.“ Frumvarpið í New York, sem skrifað er um hér að ofan, er runnið undan rifjum samtaka sem kallast Greater New York Hospital Association. Þau samtök eru áhrifamikil og styrktu til að mynda Demókrataflokkinn í New York, sem Cuomo tilheyrir, um rúma milljón árið 2018. Samtökin hafa varið minnst sjö milljónum dala í að ýta undir hagsmunamál meðlima samtakanna á undanförnum þremur árum. Lögin verja fyrirtæki ekki gegn óstjórn eða vanrækslu en veita dvalarheimilum þrátt fyrir það mikið skjól gegn lögsóknum og þá sérstaklega á grundvelli skorts á búnaði og starfsfólki. Talsmaður Cuomo segir lögin hafa verið nauðsynleg til að tryggja samvinnu allra kima heilbrigðiskerfis ríkisins og bjarga mannslífum. Hann sagði vangaveltur um að frumvarpið hafi verið gert að lögum að öðrum ástæðum vera fáránlegar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Forsvarsmenn dvalarheimila í Bandaríkjunum vinna nú hörðum höndum að því að sannfæra embættismenn ríkja um að veita dvalarheimilum undanþágu gegn lögsóknum. Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. Þessi vinna virðist hafa skilað árangri. AP fréttaveitan segir ráðamenn í minnst fimmtán ríkjum hafa brugðið skildi yfir dvalarheimili vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í New York, þar sem flestir skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið, skrifuðu málafylgjumenn iðnaðarins stóran hluta frumvarp sem skýlir dvalarheimilum frá bæði lögsóknum og ákærum. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, skrifaði undir frumvarpið. Forsvarsmenn iðnaðarins eru nú að beita ráðamenn annarra ríkja þrýstingi. Meðal annars segja þeir aðstæðurnar í dag vera fordæmalausar og ekki eigi að vera hægt að lögsækja dvalarheimilin vegna aðstæðna sem forsvarsmenn þeirra hafa enga stjórn á. Til að mynda vegna skorts á hlífðarbúnaði og skimun fyrir veirunni, misvísandi skilaboða frá yfirvöldum og veikinda starfsfólks. Mögulega lögsóknir eina leiðin til að tryggja öryggi skjólstæðinga Aðrir segja ótækt að veita dvalarheimilum skjól. Dómskerfið sé mögulega eina leiðin til að draga fyrirtækin til ábyrgðar og tryggja öryggi skjólstæðinga. Nærri því 70 prósent þeirra rúmlega fimmtán þúsund dvalarheimila sem starfrækt eru í Bandaríkjunum eru í rekin af fyrirtækjum og með hagnað í huga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Á undanförnum árum hafa hundruð þeirra verið keypt og seld af fjárfestingarsjóðum. Mark Dark, sem er lögmaður samtaka í Kaliforníu sem berjast fyrir umbótum í rekstri dvalarheimila, segir iðnaðinn alltaf hafa sóst eftir undanþágum eins og þeim sem þeir fara nú fram á. Nú séu þeir hins vegar að nýta sér faraldurinn. „Þetta hefur lítið með það erfiða starf sem heilbrigðisstarfsfólk er að vinna og mikið með það að verja fjárhagslega hagsmuni stærstu fyrirtækjanna,“ sagði Dark. Dregið úr eftirliti Aðrir sem beita sér fyrir umbótum óttast ástandið þegar fjölskyldumeðlimum skjólstæðinga er ekki leyft að heimsækja ættingja sína og þegar búið er að draga úr eftirliti með dvalarheimilum í forvarnarskyni. „Það er enginn að fylgjast með því hvað er að gerast,“ sagði Toby Edelman frá samtökunum Center for Medicare Advocacy, við AP. „Það er ekki hægt að kenna Covid-19 um allt. Aðrir hræðilegir hlutir geta gerst. Það að segja að vegna faraldursins sé allt leyfilegt er of langt gengið.“ Frumvarpið í New York, sem skrifað er um hér að ofan, er runnið undan rifjum samtaka sem kallast Greater New York Hospital Association. Þau samtök eru áhrifamikil og styrktu til að mynda Demókrataflokkinn í New York, sem Cuomo tilheyrir, um rúma milljón árið 2018. Samtökin hafa varið minnst sjö milljónum dala í að ýta undir hagsmunamál meðlima samtakanna á undanförnum þremur árum. Lögin verja fyrirtæki ekki gegn óstjórn eða vanrækslu en veita dvalarheimilum þrátt fyrir það mikið skjól gegn lögsóknum og þá sérstaklega á grundvelli skorts á búnaði og starfsfólki. Talsmaður Cuomo segir lögin hafa verið nauðsynleg til að tryggja samvinnu allra kima heilbrigðiskerfis ríkisins og bjarga mannslífum. Hann sagði vangaveltur um að frumvarpið hafi verið gert að lögum að öðrum ástæðum vera fáránlegar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira