Ökuskírteini brátt aðgengileg í síma Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. janúar 2020 16:56 Hefðbundið íslenskt ökuskírteini. Það verður fljótlega aðgengilegt á stafrænu formi. Vísir/KTD Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. Þau verða aðgengileg úr farsímum og mun þessu að líkindum fylgja þægindi fyrir fólk, að mati dómsmálaráðherra, enda síminn oft með í för. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir á Twitter-síðu sinni nú síðdegis. Þar segir hún jafnframt að unnið hafi verið að gerð stafrænna ökuskírteina á síðustu mánuðum, sú vinna hafi verið á borði Stafræns Íslands og Ríkislögreglustjóra. Snjallsímaþjónustu sé sífellt að verða öruggari sem gerir mögulegt að gefa út ökuskírteini á öðru formi en hinu hefðbundna plasti. Þannig urðu Norðmenn fyrsta ríkið í Evrópu til að bjóða upp á rafræn ökuskírteini í síma í október síðastliðnum. Norskir ökumenn þurfa því ekki að hafa áhyggjur af því þó þeir gleymi skírteininu heima því þeir geta framvísað stafrænu ökuskírteini, séu þeir stöðvaðir af lögreglu. Til að fá ökuskírteini í símann í Noregi þarf að hala niður smáforriti og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Um leið birtast allar upplýsingar um þau ökuréttindi sem viðkomandi hefur. Norðmenn geta þó bara framvísað ökuskírteini í gegnum símann í Noregi. „Nú er tæknileg útfærsla tilbúin og ekkert því til fyrirstöðu að hefja útgáfu á stafrænum ökuskírteinum fyrir snjallsíma, jafnt fyrir Android og iOS stýrikerfi. Notendur mun geta fengið stafrænu ökuskírteinin með því að sækja um þau á Íslandi með rafrænum skilríkjum,“ skrifar Áslaug Arna og bætir við að stefnt sé að því að koma stafrænu skírteinunum í gagnið á Íslandi fyrir 1. júní næstkomandi. Í vor verður hægt að fá ökuskírteini í símann! Fjölmargir nota nú símann sem greiðslukort, flugmiða https://t.co/Y66jIi3W8M.v. Stafræn ökuskírteini verða til hagsbóta fyrir fólk enda síminn oftast með í för og líkur á að þessu fylgi töluverð þægindi fyrir einstaklinga. pic.twitter.com/kFHaULICUM— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 29, 2020 Áslaug Arna ræddi breytingarnar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Viðtalið má heyra að neðan. Samgöngur Stjórnsýsla Tækni Tengdar fréttir Rafræn ökuskírteini: Jákvæð fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna Lögfræðingur hjá samgönguráðuneytinu segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um að gefa út rafræn ökuskírteini hér á landi. Fylgst sé með gangi mála í Noregi. 6. október 2019 23:30 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. Þau verða aðgengileg úr farsímum og mun þessu að líkindum fylgja þægindi fyrir fólk, að mati dómsmálaráðherra, enda síminn oft með í för. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir á Twitter-síðu sinni nú síðdegis. Þar segir hún jafnframt að unnið hafi verið að gerð stafrænna ökuskírteina á síðustu mánuðum, sú vinna hafi verið á borði Stafræns Íslands og Ríkislögreglustjóra. Snjallsímaþjónustu sé sífellt að verða öruggari sem gerir mögulegt að gefa út ökuskírteini á öðru formi en hinu hefðbundna plasti. Þannig urðu Norðmenn fyrsta ríkið í Evrópu til að bjóða upp á rafræn ökuskírteini í síma í október síðastliðnum. Norskir ökumenn þurfa því ekki að hafa áhyggjur af því þó þeir gleymi skírteininu heima því þeir geta framvísað stafrænu ökuskírteini, séu þeir stöðvaðir af lögreglu. Til að fá ökuskírteini í símann í Noregi þarf að hala niður smáforriti og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Um leið birtast allar upplýsingar um þau ökuréttindi sem viðkomandi hefur. Norðmenn geta þó bara framvísað ökuskírteini í gegnum símann í Noregi. „Nú er tæknileg útfærsla tilbúin og ekkert því til fyrirstöðu að hefja útgáfu á stafrænum ökuskírteinum fyrir snjallsíma, jafnt fyrir Android og iOS stýrikerfi. Notendur mun geta fengið stafrænu ökuskírteinin með því að sækja um þau á Íslandi með rafrænum skilríkjum,“ skrifar Áslaug Arna og bætir við að stefnt sé að því að koma stafrænu skírteinunum í gagnið á Íslandi fyrir 1. júní næstkomandi. Í vor verður hægt að fá ökuskírteini í símann! Fjölmargir nota nú símann sem greiðslukort, flugmiða https://t.co/Y66jIi3W8M.v. Stafræn ökuskírteini verða til hagsbóta fyrir fólk enda síminn oftast með í för og líkur á að þessu fylgi töluverð þægindi fyrir einstaklinga. pic.twitter.com/kFHaULICUM— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 29, 2020 Áslaug Arna ræddi breytingarnar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Viðtalið má heyra að neðan.
Samgöngur Stjórnsýsla Tækni Tengdar fréttir Rafræn ökuskírteini: Jákvæð fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna Lögfræðingur hjá samgönguráðuneytinu segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um að gefa út rafræn ökuskírteini hér á landi. Fylgst sé með gangi mála í Noregi. 6. október 2019 23:30 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Rafræn ökuskírteini: Jákvæð fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna Lögfræðingur hjá samgönguráðuneytinu segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um að gefa út rafræn ökuskírteini hér á landi. Fylgst sé með gangi mála í Noregi. 6. október 2019 23:30