Innlent

Karl Berndsen látinn

Jakob Bjarnar skrifar
Karl Berndsen var sjónvarpsstjarna og stílisti af Guðs náð.
Karl Berndsen var sjónvarpsstjarna og stílisti af Guðs náð.

Karl Berndsen, hárgreiðslu- og förðunarmeistari er látinn. Hann andaðist í gærkvöldi eftir glímu við alvarleg veikindi undanfarin árin. Karl fædd­ist 1. ág­úst 1964 og var því 55 ára þegar hann andaðist.

Karl var landsþekktur maður en útlitsþættir hans Í nýju ljósi, sem sýndir voru á Stöð 2 og Nýtt útlit á Skjá einum, nutu mikilla vinsælda. Hann starfaði lengstum við að aðstoða konur sem karla við að breyta útliti sínu til hins betra.

Greint var frá því árið 2013 að Karl væri að berjast við alvarleg veikindi en í fyrstu var ranglega talið að um heilaæxli væri að ræða. Síðar kom í ljós að meinið var krabbamein í eitlum og þurfti hann að fara í fjölda aðgerða til að hamla ofmyndun á heilavökva. Hann tapaði við það miklu af sjón sinni, var úrskurðaður lögblindur með aðeins tíu prósent sjónar. Hann kom fram í fjölmiðlum og ræddi veikindi sín og líf af aðdáunarverðri einlægni.

Karl skipaði heiðursæti fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík árið 2010 og þá fyrir Besta flokkinn. Og eftir síðustu borgarstjórnarkosningar var hann varaborgarfulltrúi fyrir Flokk fólksins.

Neðar má sjá brot úr þættinum Í nýju ljósi sem bregður ágætu ljósi á þekkingu, framgöngu og stíl Karls. Hægt er að sjá fleiri klippur með Karli úr safni Vísis hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×