Landris nánast ekkert í gær Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2020 10:22 Virkjun HS Orku í Svartsengi sem er í nágrenni Þorbjarnar. Vísir/Vilhelm „Það er að draga úr landrisinu,“ segir Benedikt Ófeigsson, séfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfingu hjá Veðurstofu Íslands, um GPS-mælingar á svæðinu við Þorbjörn og Svartsengi. Hingað til hefur landrisið verið um 3 – 4 millimetrar á dag en í gær var það nánast ekkert. Benedikt var einn þeirra sem sat íbúafund í Grindavík á mánudag. Þar var spurt hversu mikið landrisið þyrfti að vera svo sérfræðingar færi að hafa verulegar áhyggjur af gosi. Benedikt svaraði á fundinum að landrisið væri þá lítið en stöðugt og það gæti haldist þannig lengi. Ef breytingar yrðu hins vegar á landrisinu eða skjálfatvirkni væri það tilefni til að endurmeta viðbúnað. Benedikt segir í samtali við fréttastofu í dag að þessi breyting á landrisinu frá því í gær gæfi þó ekki tilefni til þess. Um sé að ræða langtímaatburð og því þurfi að fylgjast með svæðinu og mælingum þar til lengri tíma til að átta sig betur heildarferli jarðhræringanna. Þó svo að landrisið hefði minnkað þá hefur ekki dregið úr skjálftavirkni á svæðinu. „Við erum ekki að hafa áhyggjur eins og er,“ segir Benedikt. „Það sem gerist frá degi til dags segir ekkert rosalega mikið.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
„Það er að draga úr landrisinu,“ segir Benedikt Ófeigsson, séfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfingu hjá Veðurstofu Íslands, um GPS-mælingar á svæðinu við Þorbjörn og Svartsengi. Hingað til hefur landrisið verið um 3 – 4 millimetrar á dag en í gær var það nánast ekkert. Benedikt var einn þeirra sem sat íbúafund í Grindavík á mánudag. Þar var spurt hversu mikið landrisið þyrfti að vera svo sérfræðingar færi að hafa verulegar áhyggjur af gosi. Benedikt svaraði á fundinum að landrisið væri þá lítið en stöðugt og það gæti haldist þannig lengi. Ef breytingar yrðu hins vegar á landrisinu eða skjálfatvirkni væri það tilefni til að endurmeta viðbúnað. Benedikt segir í samtali við fréttastofu í dag að þessi breyting á landrisinu frá því í gær gæfi þó ekki tilefni til þess. Um sé að ræða langtímaatburð og því þurfi að fylgjast með svæðinu og mælingum þar til lengri tíma til að átta sig betur heildarferli jarðhræringanna. Þó svo að landrisið hefði minnkað þá hefur ekki dregið úr skjálftavirkni á svæðinu. „Við erum ekki að hafa áhyggjur eins og er,“ segir Benedikt. „Það sem gerist frá degi til dags segir ekkert rosalega mikið.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira