Rauðir og hvítir pakkar í ár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. desember 2014 13:00 Ragnhildur Anna nýtur þess að gefa fallega pakka. Fréttablaðið/GVA „Mér finnst hrikalega gaman að pakka inn og reyni að vera tímanlega í því. Ég hef alltaf verið í þannig vinnu að annríkið er mikið í desember. Þess vegna byrja ég snemma að kaupa gjafir og það finnst mér líka skemmtilegt,“ segir Ragnhildur Anna Jónsdóttir sem á og rekur fyrirtækið Jónsdóttir&co. Oft kveðst hún vera með eitthvert þema í skreytingunum. „Núna eru rauðir og hvítir pakkar, svo verður kannski eitthvað annað á næsta ári,“ segir hún.Allt í stíl Rautt og hvítt er þemað á ár.„En ég kaupi ekki allt til innpökkunarinnar í einu, heldur á alltaf eitthvað sem ég get byggt á. Það er árvisst að kíkja á jólin í IKEA og þá freistast ég til að kaupa eitthvað. Við systurnar fórum þangað fyrir jólin 2007 og sá leiðangur dugði okkur í mörg ár, langt fram í kreppu. Ég hefði mátt vera aðeins skynsamari því ég valdi fjólubláan og flúraðan pappír en systir mín var aðeins skynsamari og hófstilltari í litavali.“Talnabandið með dagsetningunni er í raun stærðarmerking inn í föt. Ragnhildur Anna segir skreytingar ekki þurfa að kosta mikið annað en hugkvæmni. Borðana með tölunni 24 kveðst hún til dæmis fá ódýra í B. Ingvarsson þar sem hún kaupi þvottaleiðbeiningar inn í fötin sem hún framleiði. „Þetta er stærðarmerking inn í föt,“ upplýsir hún „Svo ef ég gef eitthvað matarkyns finnst mér alltaf skemmtilegt að raða því í mandarínukassa, bara eins og hann kemur fyrir.“ Jólafréttir Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Gyðingakökur Jól Skýtur allt sem leyfilegt er að skjóta Jól Mömmukökur bestar Jólin Gilsbakkaþula Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Ljóðið um aðventukertin fjögur Jólin
„Mér finnst hrikalega gaman að pakka inn og reyni að vera tímanlega í því. Ég hef alltaf verið í þannig vinnu að annríkið er mikið í desember. Þess vegna byrja ég snemma að kaupa gjafir og það finnst mér líka skemmtilegt,“ segir Ragnhildur Anna Jónsdóttir sem á og rekur fyrirtækið Jónsdóttir&co. Oft kveðst hún vera með eitthvert þema í skreytingunum. „Núna eru rauðir og hvítir pakkar, svo verður kannski eitthvað annað á næsta ári,“ segir hún.Allt í stíl Rautt og hvítt er þemað á ár.„En ég kaupi ekki allt til innpökkunarinnar í einu, heldur á alltaf eitthvað sem ég get byggt á. Það er árvisst að kíkja á jólin í IKEA og þá freistast ég til að kaupa eitthvað. Við systurnar fórum þangað fyrir jólin 2007 og sá leiðangur dugði okkur í mörg ár, langt fram í kreppu. Ég hefði mátt vera aðeins skynsamari því ég valdi fjólubláan og flúraðan pappír en systir mín var aðeins skynsamari og hófstilltari í litavali.“Talnabandið með dagsetningunni er í raun stærðarmerking inn í föt. Ragnhildur Anna segir skreytingar ekki þurfa að kosta mikið annað en hugkvæmni. Borðana með tölunni 24 kveðst hún til dæmis fá ódýra í B. Ingvarsson þar sem hún kaupi þvottaleiðbeiningar inn í fötin sem hún framleiði. „Þetta er stærðarmerking inn í föt,“ upplýsir hún „Svo ef ég gef eitthvað matarkyns finnst mér alltaf skemmtilegt að raða því í mandarínukassa, bara eins og hann kemur fyrir.“
Jólafréttir Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Gyðingakökur Jól Skýtur allt sem leyfilegt er að skjóta Jól Mömmukökur bestar Jólin Gilsbakkaþula Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Ljóðið um aðventukertin fjögur Jólin