Innlent

Sautján ára tekinn á 176 kílómetra hraða

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ungi ökumaðurinn var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum.
Ungi ökumaðurinn var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum. Vísir/vilhelm

Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og allir fangaklefar eru fullir nú í morgunsárið vegna ýmissa mála, til að mynda líkamsárása, heimilisofbeldis, bílaþjófnaðar og fíkniefnamála. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en ekki er greint nánar frá umræddum málum næturinnar.

Þá var sautján ára ökumaður stöðvaður á Vesturlandsvegi þar sem hann ók bifreið sinni á 176 kílómetra hraða. Hámarkshraði er 80 km/klst á svæðinu. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð, foreldrar kallaðir til og hann sviptur ökuréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×