Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Tíu sýni sem tekin hafa verið og prófuð fyrir kórónuveirusmiti í dag hafa reynst neikvæð. Enn er unnið að prófunum á tveimur sýnum til viðbótar og er niðurstöðu úr þeim greiningum að vænta í kvöld. Greint verður frá niðurstöðunum í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í fréttatímanum er einnig rætt við föður barns með undirliggjandi sjúkdóm sem kallar eftir auknu umburðarlyndi í garð þeirra sem eru uggandi vegna kórónaveirunnar og rætt við forsætisráðherra um viðbrögð við veirunni. Hún segir fylgst vel með stöðunni og að stýrihópur ráðuneytisstjóra muni funda daglega um málið.

37 meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki  vegna fötlunar sinnar. Fjallað verður um þetta mál auk annarra í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×