Erlent

Ríki heims slaka á veiru­tak­mörkunum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ungir menn sprikla á Ítalíu, þar sem slakað hefur verið á útgöngubanni.
Ungir menn sprikla á Ítalíu, þar sem slakað hefur verið á útgöngubanni. Getty/ Laura Lezza

Önnur lönd eru nú mörg hver, líkt og Ísland, að gera breytingar á reglusetningu vegna kórónuveirufaraldursins.

Á Ítalíu er verið að draga úr útgöngubanninu en Ítalía er fyrsta landið sem tók upp slíkar aðgerðir á landsvísu. Þar hefur dauðsföllum farið fækkandi síðustu daga. 

Á Spáni má fólk nú stunda líkamsrækt úti við, Í Portúgal eru tilslakanir hafnar sem eiga að taka þrjár vikur allt í allt og í Tælandi er sömu sögu að segja. 

Í Hong Kong snúa ríkisstarfsmenn aftur til starfa í dag og þjónusta á borð við almenningsgarða og söfn verður gerð aðgengileg að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×