Fótbolti

Atlético upp um þrjú sæti | Neymar sá rautt í sigri PSG

Sindri Sverrisson skrifar
Joao Felix fagnaði langþráðu marki fyrir Atlético í kvöld með fyrirliðanum Koke.
Joao Felix fagnaði langþráðu marki fyrir Atlético í kvöld með fyrirliðanum Koke. vísir/getty

Atlético Madrid lenti undir gegn Villarreal í kvöld en vann 3-1 sigur og flaug upp um þrjú sæti í spænsku 1. deildinni í fótbolta.

Paco Alcácer kom Villarreal yfir eftir korters leik en Ángel Correa jafnaði metin á 40. mínútu. Koke og Joao Felix skoruðu svo í seinni hálfleiknum, en Felix kom inn á sem varamaður eftir að hafa glímt við meiðsli síðasta mánuðinn og svo veikindi í kjölfarið.

Atlético er nú komið upp í 3. sæti með 43 stig og betri markatölu en Sevilla sem er einnig með 43 stig. Getafe er í 5. sæti með 42 stig, Real Sociedad með 40 og Villarreal í 7. sæti með 38. Atlético er enn langt frá toppnum eða 12 stigum á eftir Barcelona.

Marquinhos skoraði tvö mörk í kvöld.vísir/getty

Í Frakklandi er PSG komið með öruggt forskot á toppnum en liðið er með 65 stig, þrettán stigum á undan Marseille sem er í 2. sæti. PSG vann Bordeaux 4-3 í kvöld þar sem Marquinhos skoraði tvö mörk fyrir PSG en þeir Edinson Cavani og Kylian Mbappé eitt mark hvor. Ui-Jo Hwang skoraði tvö marka Bordeaux og Pablo eitt, en Bordeaux er í 12. sæti.

Í uppbótartíma fékk Neymar að líta rauða spjaldið en hann fékk sitt annað gula spjald fyrir slæma tæklingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×