Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2020 09:46 Inter getur ekki mætt Sampdoria í kvöld. vísir/getty Þremur leikjum sem áttu að fara fram í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag hefur verið frestað vegna ótta við útbreiðslu COVID19-veirunnar. Þar á meðal er leikur Inter og Sampdoria. Leik kvennaliða AC Milan og Fiorentina hefur einnig verið frestað. Íslenska landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikur með Milan. Emil Hallfreðsson og félagar hans í C-deildarliðinu Padova geta heldur ekki mætt ArzignanoChiampo í dag. Alls hafa 79 manns smitast af veirunni á Ítalíu og tveir látist af völdum hennar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða vegna útbreiðslu veirunnar. Öllum íþróttaleikjum sem áttu að fara fram í Venetó og Langbarðalandi (Lombardy) í dag hefur t.a.m. verið frestað. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, greindi frá þessu á blaðamannafundi í gær. Auk leiks Inter og Sampdoria hefur leikjum Verona og Cagliari og Atalanta og Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni verið frestað. Einnig var leik AC Milan og Fiorentina í ítölsku kvennadeildinni frestað eins og áður sagði. Serie A Femminile: rinviata #MilanFiorentina Su disposizione del Governo tutte le manifestazioni sportive di domenica 23 febbraio in Lombardia sono sospese. Due to the Coronavirus outbreak, all sporting events in Lombardy have been called off including Rossonere's clash.— AC Milan (@acmilan) February 23, 2020 Alls hafa 2348 manns látist af völdum veirunnar í Kína og ellefu í öðrum löndum. COVID19-smit hafa greinst í 26 löndum. Ítalía Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Þremur leikjum sem áttu að fara fram í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag hefur verið frestað vegna ótta við útbreiðslu COVID19-veirunnar. Þar á meðal er leikur Inter og Sampdoria. Leik kvennaliða AC Milan og Fiorentina hefur einnig verið frestað. Íslenska landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikur með Milan. Emil Hallfreðsson og félagar hans í C-deildarliðinu Padova geta heldur ekki mætt ArzignanoChiampo í dag. Alls hafa 79 manns smitast af veirunni á Ítalíu og tveir látist af völdum hennar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða vegna útbreiðslu veirunnar. Öllum íþróttaleikjum sem áttu að fara fram í Venetó og Langbarðalandi (Lombardy) í dag hefur t.a.m. verið frestað. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, greindi frá þessu á blaðamannafundi í gær. Auk leiks Inter og Sampdoria hefur leikjum Verona og Cagliari og Atalanta og Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni verið frestað. Einnig var leik AC Milan og Fiorentina í ítölsku kvennadeildinni frestað eins og áður sagði. Serie A Femminile: rinviata #MilanFiorentina Su disposizione del Governo tutte le manifestazioni sportive di domenica 23 febbraio in Lombardia sono sospese. Due to the Coronavirus outbreak, all sporting events in Lombardy have been called off including Rossonere's clash.— AC Milan (@acmilan) February 23, 2020 Alls hafa 2348 manns látist af völdum veirunnar í Kína og ellefu í öðrum löndum. COVID19-smit hafa greinst í 26 löndum.
Ítalía Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18