Dýrasti fiskur á Íslandi dafnar í affalli virkjunar Kristján Már Unnarsson skrifar 15. desember 2014 20:15 Einn verðmætasti matfiskur heims, Senegal-flúra, er að ná sláturstærð í eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi fisktegund er alin upp við aðstæður eins og þar eru, enda eru þær einstakar á heimsvísu; affallssjór frá orkuveri. Frá Reykjanesvirkjun streymir 35 stiga hlýr sjór, sem norskir eigendur Stolt Seafarm sjá tækifæri til að nýta á arðbæran hátt. Við hliðina á orkuverinu hafa þeir reist stóra fiskeldisstöð. Framkvæmdir hófust vorið 2012 og fyrstu seiðin fóru í kerin fyrir ári.Senegal-flúran á Reykjanesi er vaxin upp í sláturstærð, 400-420 grömm.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hann kallast Senegal-flúra, er flatfiskur, og hér hefur mönnum tekist að búa til aðstæður sem hann dafnar best við, sem er 20 stiga heitur sjór Atlantshafsins. Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, segir að fiskurinn éti vel við þetta jafna hitastig og það hafi þýtt mun betri og hraðari vöxt. Fyrstu seiðin eru nú vaxin upp í heppilega stærð, 400 grömm, og segir Halldór að slátrun hefjist í janúar. Þetta verði því fyrsta salan og fyrstu tekjurnar og því mikil tímamót. Senegal-flúran þykir bragðgóð og selst einkum í dýrari veitingahús Evrópu. Fyrir hvert kíló fást hátt í tvö þúsund krónur. „Þetta er þrisvar til fjórum sinnum dýrari en hefðbundinn fiskur, að minnsta kosti,“ segir Halldór. Nánar verður fjallað um fiskeldisstöðina í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, sem og önnur dæmi um nýsköpun vegna jarðhitanýtingar á Suðurnesjum.Eldisstöð Stolt Sea Farm við Reykjanesvirkjun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Reykjanesbær Um land allt Tengdar fréttir Risafjárfesting í fiskeldi sem nýtir kælivatn virkjunar Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. 23. maí 2012 19:15 Eitt stærsta fiskeldisverkefni heims að hefjast á Reykjanesi Stærsta fiskeldisstöð sem reist hefur verið á landi hérlendis, og jafnframt ein sú stærsta í heiminum, hóf starfsemina á Reykjanesi í dag þegar fyrstu seiðin af Senegal-flúru komu í eldiskerin. 23. ágúst 2013 18:45 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Einn verðmætasti matfiskur heims, Senegal-flúra, er að ná sláturstærð í eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi fisktegund er alin upp við aðstæður eins og þar eru, enda eru þær einstakar á heimsvísu; affallssjór frá orkuveri. Frá Reykjanesvirkjun streymir 35 stiga hlýr sjór, sem norskir eigendur Stolt Seafarm sjá tækifæri til að nýta á arðbæran hátt. Við hliðina á orkuverinu hafa þeir reist stóra fiskeldisstöð. Framkvæmdir hófust vorið 2012 og fyrstu seiðin fóru í kerin fyrir ári.Senegal-flúran á Reykjanesi er vaxin upp í sláturstærð, 400-420 grömm.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hann kallast Senegal-flúra, er flatfiskur, og hér hefur mönnum tekist að búa til aðstæður sem hann dafnar best við, sem er 20 stiga heitur sjór Atlantshafsins. Halldór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stolt Sea Farm á Íslandi, segir að fiskurinn éti vel við þetta jafna hitastig og það hafi þýtt mun betri og hraðari vöxt. Fyrstu seiðin eru nú vaxin upp í heppilega stærð, 400 grömm, og segir Halldór að slátrun hefjist í janúar. Þetta verði því fyrsta salan og fyrstu tekjurnar og því mikil tímamót. Senegal-flúran þykir bragðgóð og selst einkum í dýrari veitingahús Evrópu. Fyrir hvert kíló fást hátt í tvö þúsund krónur. „Þetta er þrisvar til fjórum sinnum dýrari en hefðbundinn fiskur, að minnsta kosti,“ segir Halldór. Nánar verður fjallað um fiskeldisstöðina í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, sem og önnur dæmi um nýsköpun vegna jarðhitanýtingar á Suðurnesjum.Eldisstöð Stolt Sea Farm við Reykjanesvirkjun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Reykjanesbær Um land allt Tengdar fréttir Risafjárfesting í fiskeldi sem nýtir kælivatn virkjunar Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. 23. maí 2012 19:15 Eitt stærsta fiskeldisverkefni heims að hefjast á Reykjanesi Stærsta fiskeldisstöð sem reist hefur verið á landi hérlendis, og jafnframt ein sú stærsta í heiminum, hóf starfsemina á Reykjanesi í dag þegar fyrstu seiðin af Senegal-flúru komu í eldiskerin. 23. ágúst 2013 18:45 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Risafjárfesting í fiskeldi sem nýtir kælivatn virkjunar Milljarða uppbygging fiskeldisstöðvar er hafin á Reykjanesi, sem nýta mun kælivatn virkjunar til að rækta hlýsjávarfisk undir þaki. Þetta er ein stærsta erlenda fjárfestingin sem ráðist hefur verið í hérlendis eftir hrun. Þarna rennur heilt fljót af 37 stiga heitum sjó til hafs, en það voru norskir aðilar, Stolt Sea Farm, sem gripu tækifærið að nýta þetta affallsvatn Reykjanesvirkjunar til verðmætasköpunar. 23. maí 2012 19:15
Eitt stærsta fiskeldisverkefni heims að hefjast á Reykjanesi Stærsta fiskeldisstöð sem reist hefur verið á landi hérlendis, og jafnframt ein sú stærsta í heiminum, hóf starfsemina á Reykjanesi í dag þegar fyrstu seiðin af Senegal-flúru komu í eldiskerin. 23. ágúst 2013 18:45