Unnið að stofnun flokks sem leggst gegn fjölmenningu og byggingu mosku á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2016 20:40 Svo virðist sem hægrisinnuðum stjórnmálaflokkum á Íslandi muni fjölga nái hugmyndir aðstandenda Íslensku þjóðfylkingarinnar fram að ganga en gert er ráð fyrir því að blásið verði til stofnfundar fljótlega. Vísir greindi frá því í dag að Hægri grænir, sem buðu fram til Alþingis árið 2013, hafi samþykkt einróma að sameinast flokknum.Sjá einnig: Hægri grænir ganga til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna Í tilkynningu segir að Hægri grænir hafi ekki þar verið einir á ferð, heldur að sama skapi fleiri hópar og einstaklingar. Á Facebook-síðu Íslensku þjóðfylkingarinnar segir að flokkurinn sé afrakstur viðræðna nokkurra einstaklinga á hægri væng stjórnmálanna undanfarin misseri. Markmiðið sé „að sameina þjóðholla Íslendinga undir merkjum flokksins.“Þar stendur einnig að bráðabirgðastjórn flokksins skipi þrír einstaklingar fram að næsta aðalfundi flokksins; Helgi Helgason sem er í forsvari og talsmaður, Kjartan Örn Kjartansson og Guðmundur Jónas Kristjánsson. Í stefnuskrá flokksins, sem birt var í dag og dreift til fjölmiðla, kemur fram að Íslenska þjóðfylkingin vill meðal annars endurskoða aðild Íslands að EES og ganga úr Schengen samstarfinu. Flokkurinn hafnar hugmyndum um fjölmenningu hér á landi og mun berjast gegn því að moskur verði reistar hér á landi. „Íslenska þjóðfylkingin vill standa vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands, íslenska þjóðmenningu, tungu og siðinn í landinu. Grunnstefna flokksins er einstaklingsfrelsi, takmörkun ríkisafskipta, gagnsæjan sjálfbæran ríkisrekstur,“ segir í manífestói flokksins sem vill að sama skapi aukið beint lýðræði og aukna áherslu á málefni aldraðra og öryrkja. Þá vill flokkurinn að bann verði lagt við búrkum og skólum íslamista hér á landi. Flugvöllurinn skal vera áfram þar sem hann er. Þá vill flokkurinn almenna skuldaleiðréttingu íbúðalána, hækkun persónuafsláttar og nýjan gjaldmiðil. Tengdar fréttir Hægri grænir ganga til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna Nýtt framboð vill meðal annars banna búrkur og almenna skuldaleiðréttingu. 27. febrúar 2016 18:07 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Svo virðist sem hægrisinnuðum stjórnmálaflokkum á Íslandi muni fjölga nái hugmyndir aðstandenda Íslensku þjóðfylkingarinnar fram að ganga en gert er ráð fyrir því að blásið verði til stofnfundar fljótlega. Vísir greindi frá því í dag að Hægri grænir, sem buðu fram til Alþingis árið 2013, hafi samþykkt einróma að sameinast flokknum.Sjá einnig: Hægri grænir ganga til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna Í tilkynningu segir að Hægri grænir hafi ekki þar verið einir á ferð, heldur að sama skapi fleiri hópar og einstaklingar. Á Facebook-síðu Íslensku þjóðfylkingarinnar segir að flokkurinn sé afrakstur viðræðna nokkurra einstaklinga á hægri væng stjórnmálanna undanfarin misseri. Markmiðið sé „að sameina þjóðholla Íslendinga undir merkjum flokksins.“Þar stendur einnig að bráðabirgðastjórn flokksins skipi þrír einstaklingar fram að næsta aðalfundi flokksins; Helgi Helgason sem er í forsvari og talsmaður, Kjartan Örn Kjartansson og Guðmundur Jónas Kristjánsson. Í stefnuskrá flokksins, sem birt var í dag og dreift til fjölmiðla, kemur fram að Íslenska þjóðfylkingin vill meðal annars endurskoða aðild Íslands að EES og ganga úr Schengen samstarfinu. Flokkurinn hafnar hugmyndum um fjölmenningu hér á landi og mun berjast gegn því að moskur verði reistar hér á landi. „Íslenska þjóðfylkingin vill standa vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands, íslenska þjóðmenningu, tungu og siðinn í landinu. Grunnstefna flokksins er einstaklingsfrelsi, takmörkun ríkisafskipta, gagnsæjan sjálfbæran ríkisrekstur,“ segir í manífestói flokksins sem vill að sama skapi aukið beint lýðræði og aukna áherslu á málefni aldraðra og öryrkja. Þá vill flokkurinn að bann verði lagt við búrkum og skólum íslamista hér á landi. Flugvöllurinn skal vera áfram þar sem hann er. Þá vill flokkurinn almenna skuldaleiðréttingu íbúðalána, hækkun persónuafsláttar og nýjan gjaldmiðil.
Tengdar fréttir Hægri grænir ganga til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna Nýtt framboð vill meðal annars banna búrkur og almenna skuldaleiðréttingu. 27. febrúar 2016 18:07 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hægri grænir ganga til liðs við Íslensku þjóðfylkinguna Nýtt framboð vill meðal annars banna búrkur og almenna skuldaleiðréttingu. 27. febrúar 2016 18:07