Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2016 19:54 Birgitta Jónsdóttir segir Píratakafteininn, Helga Hrafn Gunnarsson, fara með „stórkostlega mikla rangfærslu“ um hugmyndir Pírata um stutt kjörtímabil. Þá segist hún hafa beðið hann sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi „því miður ekki virt.“ Tilefnið er viðtal Kjarnans við Helga Hrafn í dag þar sem hann ræðir hugmyndir Pírata fyrir komandi kjörtímabil, svo sem að ráðherrar skuli vera utan þings. Þar sagði hann að sama skapi að það væri misskilningur í gangi um að Píratar vilji styttra þing á næsta kjörtímabili. „Það er hins vegar Birgitta Jónsdóttir sem er á þeirri skoðun, en Helgi Hrafn undirstrikar að tillagan hafi verið felld á aðalfundi og að hann sé ekki sammála Birgittu í þessu máli,“ segir í viðtalinu.Sjá einnig: Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata„Helgi Hrafn virðist algerlega gleyma því að þetta er bara ekki tillagan mín heldur tillaga sem hlaut langmestan stuðning frá félögum okkar í kosningakerfinu: Betri aðafundur um þau málefni sem Píratar vildu leggja áherslu á á aðalfundinum,“ segir Birgitta á Facebook og deilir fyrrnefndu viðtali við Helga. Hún segir það einnig vera stórkostlega mikla rangfærslu hjá Helga að tillagan hafi verið felld –„ henni var breytt smávægilega þar sem ákveðið var að hafa það opnara en ella að hafa þetta lengur en 9 mánuði, þetta er þó samkvæmt tillögunni ekki ályktun um lengra tímabil en eitt þing,“ segir Birgitta og bætir við til útskýringar; „Eitt þing er eitt ár og eitt kjörtímabil eru fjögur ár.“Helgi Hrafn virðist algerlega gleyma því að þetta er bara ekki tillagan mín heldur tillaga sem hlaut langmestan stuðning...Posted by Birgitta Jónsdóttir on Saturday, 27 February 2016Töluverð umræða hefur skapast um þessa færslu Birgittu, jafnt á vegg hennar sem og á Pírataspjallinu. Þar blandar meðal annars leikarinn Stefán Sturla Sigurjónsson sér í málið og segist hafa miklar áhyggjur af því að fylgi kunni að rjátla af Pírötum fyrst forystusauðunum geti ekki komið betur saman. Birgitta svarar um hæl og segir að hún verði að geta útskýrt rangfærslur. Þá segist hún einnig hafa beðið Helga Hrafn að „taka ekki viðtöl um ágreiningsmál, hann hefur því miður ekki virt það,“ eins og hún orðar það.Sjá einnig: Helgi Hrafn segir að þurfi að leysa samskiptavanda innan PírataSvo virðist sem samskiptavandi hafi grasserað innan Pírata að undanförnu og hafa bæði Birgitta og Helgi Hrafn talið sig nauðbeygð til að ávarpa hann síðustu daga. Þannig sendi Birgitta opið bréf til Pírata þar sem hún baðst opinberlega afsökunar á sínum hlut í innanflokksdeilunum. Helgi Hrafn tjáði sig að sama skapi um málið og sagði að finna þyrfti leið til að „takast á við samskiptavanda af þessum toga,“ eins og hann orðaði það. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir segir Píratakafteininn, Helga Hrafn Gunnarsson, fara með „stórkostlega mikla rangfærslu“ um hugmyndir Pírata um stutt kjörtímabil. Þá segist hún hafa beðið hann sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi „því miður ekki virt.“ Tilefnið er viðtal Kjarnans við Helga Hrafn í dag þar sem hann ræðir hugmyndir Pírata fyrir komandi kjörtímabil, svo sem að ráðherrar skuli vera utan þings. Þar sagði hann að sama skapi að það væri misskilningur í gangi um að Píratar vilji styttra þing á næsta kjörtímabili. „Það er hins vegar Birgitta Jónsdóttir sem er á þeirri skoðun, en Helgi Hrafn undirstrikar að tillagan hafi verið felld á aðalfundi og að hann sé ekki sammála Birgittu í þessu máli,“ segir í viðtalinu.Sjá einnig: Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata„Helgi Hrafn virðist algerlega gleyma því að þetta er bara ekki tillagan mín heldur tillaga sem hlaut langmestan stuðning frá félögum okkar í kosningakerfinu: Betri aðafundur um þau málefni sem Píratar vildu leggja áherslu á á aðalfundinum,“ segir Birgitta á Facebook og deilir fyrrnefndu viðtali við Helga. Hún segir það einnig vera stórkostlega mikla rangfærslu hjá Helga að tillagan hafi verið felld –„ henni var breytt smávægilega þar sem ákveðið var að hafa það opnara en ella að hafa þetta lengur en 9 mánuði, þetta er þó samkvæmt tillögunni ekki ályktun um lengra tímabil en eitt þing,“ segir Birgitta og bætir við til útskýringar; „Eitt þing er eitt ár og eitt kjörtímabil eru fjögur ár.“Helgi Hrafn virðist algerlega gleyma því að þetta er bara ekki tillagan mín heldur tillaga sem hlaut langmestan stuðning...Posted by Birgitta Jónsdóttir on Saturday, 27 February 2016Töluverð umræða hefur skapast um þessa færslu Birgittu, jafnt á vegg hennar sem og á Pírataspjallinu. Þar blandar meðal annars leikarinn Stefán Sturla Sigurjónsson sér í málið og segist hafa miklar áhyggjur af því að fylgi kunni að rjátla af Pírötum fyrst forystusauðunum geti ekki komið betur saman. Birgitta svarar um hæl og segir að hún verði að geta útskýrt rangfærslur. Þá segist hún einnig hafa beðið Helga Hrafn að „taka ekki viðtöl um ágreiningsmál, hann hefur því miður ekki virt það,“ eins og hún orðar það.Sjá einnig: Helgi Hrafn segir að þurfi að leysa samskiptavanda innan PírataSvo virðist sem samskiptavandi hafi grasserað innan Pírata að undanförnu og hafa bæði Birgitta og Helgi Hrafn talið sig nauðbeygð til að ávarpa hann síðustu daga. Þannig sendi Birgitta opið bréf til Pírata þar sem hún baðst opinberlega afsökunar á sínum hlut í innanflokksdeilunum. Helgi Hrafn tjáði sig að sama skapi um málið og sagði að finna þyrfti leið til að „takast á við samskiptavanda af þessum toga,“ eins og hann orðaði það.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira