Skáldsaga um Snorra Sturluson 13. október 2005 14:41 Í nýrri norskri sögulegri skáldsögu um síðustu daga Snorra Sturlusonar er ljósi brugðið á mann sem óraði engan veginn fyrir þeim atburðum sem áttu sér stað umhverfis hann og leiddu til dauða hans. Höfundur bókarinnar hélt erindi í Norræna húsinu í tilefni af 763. ártíð Snorra. Norðmaðurinn Thorvald Steen er höfundur skáldsögunnar, Undir svikulli sól, sem fjallar um fimm síðustu daga Snorra Sturlusonar í Reykholti en Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, þýddi hana. Í bókinni dregur höfundurinn upp mynd af breyskum manni sem meðal annars er höfðingi, kaldrifjaður stjórnmálamaður og misheppnaður faðir, en jafnframt rithöfundur, sem reynir að horfast í augu við sjálfan sig. Líf Snorra var gríðarlega mótsagnakennt að sögn Steens og hann segir hann hafa skilið íslenskt samfélag vel. Hins vegar hafi hann ekki skilið hvaða augum aðrir hafi litið hann, t.d. sonur hans Órækja, og Snorri skildi ekki hvers vegna norski konungurinn vildi bókstaflega láta drepa hann af því hann vildi ekki setja Ísland undir vald Noregskonungs. Aðeins fimm dögum fyrir dauða sinn taldi Snorri Sturluson sig eiga mörg ár eftir en Reykholt hafði þá þegar verið umkringt í marga daga af óvinum hans. En Snorri fylgdist alla tíð vel með því sem var að gerast í umheiminum og var fjarri því að vera einangraður, norrænn maður í útkjálka langt norður í höfum. Steen segir hann hafa haft víðtækt, alþjóðlegt tengslanet og vitað vel hvaða átök áttu sér t.d. stað innan kristnu kirkjunnar, baráttuna mili austurs og vesturs, og hvað gerðist í Miklagarði og Róm. Bókmenntir Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í nýrri norskri sögulegri skáldsögu um síðustu daga Snorra Sturlusonar er ljósi brugðið á mann sem óraði engan veginn fyrir þeim atburðum sem áttu sér stað umhverfis hann og leiddu til dauða hans. Höfundur bókarinnar hélt erindi í Norræna húsinu í tilefni af 763. ártíð Snorra. Norðmaðurinn Thorvald Steen er höfundur skáldsögunnar, Undir svikulli sól, sem fjallar um fimm síðustu daga Snorra Sturlusonar í Reykholti en Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, þýddi hana. Í bókinni dregur höfundurinn upp mynd af breyskum manni sem meðal annars er höfðingi, kaldrifjaður stjórnmálamaður og misheppnaður faðir, en jafnframt rithöfundur, sem reynir að horfast í augu við sjálfan sig. Líf Snorra var gríðarlega mótsagnakennt að sögn Steens og hann segir hann hafa skilið íslenskt samfélag vel. Hins vegar hafi hann ekki skilið hvaða augum aðrir hafi litið hann, t.d. sonur hans Órækja, og Snorri skildi ekki hvers vegna norski konungurinn vildi bókstaflega láta drepa hann af því hann vildi ekki setja Ísland undir vald Noregskonungs. Aðeins fimm dögum fyrir dauða sinn taldi Snorri Sturluson sig eiga mörg ár eftir en Reykholt hafði þá þegar verið umkringt í marga daga af óvinum hans. En Snorri fylgdist alla tíð vel með því sem var að gerast í umheiminum og var fjarri því að vera einangraður, norrænn maður í útkjálka langt norður í höfum. Steen segir hann hafa haft víðtækt, alþjóðlegt tengslanet og vitað vel hvaða átök áttu sér t.d. stað innan kristnu kirkjunnar, baráttuna mili austurs og vesturs, og hvað gerðist í Miklagarði og Róm.
Bókmenntir Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira