Erlent

Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka

Eiður Þór Árnason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Pete Buttigieg var borgarstjóri South Bend í Indiana.
Pete Buttigieg var borgarstjóri South Bend í Indiana. vísir/epa

Pete Buttigieg, hefur ákveðið að draga sig í hlé í kapphlaupinu um útnefningu Demókrata fyrir komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum.

Buttigieg, sem er fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, var áður tiltölulega óþekkt nafn í bandarískum stjórnmálum. Hann náði góðu flugi í upphafi forvalsins en talið er að slæmur árangur hans í Suður-Karólínu í gær hafi gert útslagið þar sem hann fékk einungis rúm átta prósent atkvæða.

Buttigieg er 38 ára gamall og var fyrsti forsetaframbjóðandinn í sögu Bandaríkjanna til þess að vera opinberlega samkynhneigður. Eftir brotthvarf hans munu sex frambjóðendur verða eftir til þess að berjast um útnefningu Demókrataflokksins. Það eru þau Bernie Sanders, Joe Biden, Michael Bloomberg, Elizabeth Warren, Amy Klobuchar og Tulsi Gabbard.

Framundan er ofur-þriðjudagurinn svokallaði þar sem gengið er að kjörborðinu í fjórtán ríkjum. Þá mun skýrast hverjir eigi raunverulegan möguleika í baráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×