Skagamenn höfðu betur í spennuleik gegn grönnum sínum úr Borgarnesi á Jaðarsbökkum á Skaganum í kvöld 89-84. Oddaleik þarf í einvígi liðanna um sæti í efstu deild á næsta tímabili.
Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi og leiddu heimamenn með þremur stigum, 57-54 í hálfleik. Leikar héldust jafnir fram í lokaleikhlutann og var staðan jöfn, 82-82, þegar fjórar mínútur lifðu leiks.
Skagamenn höfðu betur í taugastríðinu síðustu mínúturnar þar sem gestirnir skoruðu aðeins tvö stig. Lokatölurnar 89-84 fyrir heimamenn.
Liðin þurfa að mætast í þriðja og síðasta sinni á þriðjudagskvöld í Borgarnesi. Þar ræðst hvort félagið tryggir sér sæti í efstu deild.
Áskell Jónsson var stigahæstur heimamanna með 20 stig líkt og Lorenzo McClelland. Terrence Watson skoraði 19 auk þess að taka 18 fráköst þar af átta í sókn.
Hjá gestunum var Lloyd Harrison með 28 stig og Darrell Flake 21.
TölfræðiÍA-Skallagrímur 89-84 (26-19, 31-35, 15-14, 17-16)
ÍA: Áskell Jónsson 20, Lorenzo Lee McClelland 20/6 stoðsendingar, Terrence Watson 19/18 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Rúnar Sigurðsson 11, Hörður Kristján Nikulásson 10/6 fráköst, Dagur Þórisson 4, Ómar Örn Helgason 3, Trausti Freyr Jónsson 2.
Skallagrímur: Lloyd Harrison 28/6 stoðsendingar, Darrell Flake 21/12 fráköst, Egill Egilsson 12, Danny Rashad Sumner 10, Sigmar Egilsson 8/4 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 5.
Háspenna þegar ÍA lagði Skallagrím á Skaganum
Tengdar fréttir
Skallagrímur hafði betur í stútfullu Fjósinu
Skallagrímur er kominn með forystu í einvíginu gegn ÍA um laust sæti í efstu deild karla í körfuknattleik. Borgnesingar lögðu Skagamenn 91-82 í fyrsta leik liðanna í Borgarnesi í gærkvöldi.