Ósáttur við túlkun á samskiptareglum við trúfélög Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. desember 2014 07:00 Halldór Halldórsson vill endurskoða samskiptareglur borgarinnar og trúfélaga ef túlkun þeirra er á reiki. Vísir/Pjetur Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur, segir mikilvægt að ræða samskiptareglur borgarinnar við trúfélög. Hann er ekki sáttur við þá túlkun sem fram hefur komið. Formaður mannréttindaráðs sagði um helgina að heimsókn grunnskólabarna í kirkju bryti reglur borgarinnar. Sjálfstæðismenn í borginni hafa sett málið á dagskrá á næsta borgarstjórnarfundi. Halldór segir mikilvægt að ræða málið á vettvangi borgarstjórnar, sem sé vettvangur opinn almenningi. Telur hann tilefni til að endurskoða reglurnar? „Það gæti verið ástæða til að endurskoða þessar reglur ef fólk er ekki sammála um túlkun á þessu. Nú ber að taka það skýrt fram að Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir trúfrelsi en þegar frelsið er túlkað með þessum hætti, eins og formaður mannréttindaráðs gerði, þá finnst mér það vera farið að snúast um það að það eigi að skerða frelsi ansi margra.“ Halldór segir flesta íslendinga halda upp á jól og því sé ekki óeðlilegt að börnum sé kennt af hverju það er gert. „Og þessi umræða kemur upp í aðdraganda jóla og á aðventunni eins og það sé eitthvað óeðlilegt hvers vegna, fjalla um það og fræða börnin okkar, um það hvers vegna við erum að halda jól,“ segir hann. „Að börn megi ekki fara í kirkju og prestur megi ekki ræða við þau um fagnaðarerindið og kærleiksboðskapinn, það er auðvitað mjög sérstakt,“ segir Halldór. „Það er í sjálfu sér ekki skólanna að viðhalda kristinni trú eða slíkt, það er fjölskyldunnar, það er foreldranna, uppalendanna og kirkjunnar og svo bara veljum við hvort við förum þangað. Mér finnst þetta snúast mikið um frelsi, frelsishugtakið. Af hverju á að skerða frelsi þeirra sem að vilja gera þetta?“ spyr hann. Tengdar fréttir Kirkjuheimsókn brýtur í bága við samskiptareglur borgarinnar Kvartanir hafi borist frá foreldrum vegna kirkjuferða skóla í borginni. 13. desember 2014 12:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur, segir mikilvægt að ræða samskiptareglur borgarinnar við trúfélög. Hann er ekki sáttur við þá túlkun sem fram hefur komið. Formaður mannréttindaráðs sagði um helgina að heimsókn grunnskólabarna í kirkju bryti reglur borgarinnar. Sjálfstæðismenn í borginni hafa sett málið á dagskrá á næsta borgarstjórnarfundi. Halldór segir mikilvægt að ræða málið á vettvangi borgarstjórnar, sem sé vettvangur opinn almenningi. Telur hann tilefni til að endurskoða reglurnar? „Það gæti verið ástæða til að endurskoða þessar reglur ef fólk er ekki sammála um túlkun á þessu. Nú ber að taka það skýrt fram að Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir trúfrelsi en þegar frelsið er túlkað með þessum hætti, eins og formaður mannréttindaráðs gerði, þá finnst mér það vera farið að snúast um það að það eigi að skerða frelsi ansi margra.“ Halldór segir flesta íslendinga halda upp á jól og því sé ekki óeðlilegt að börnum sé kennt af hverju það er gert. „Og þessi umræða kemur upp í aðdraganda jóla og á aðventunni eins og það sé eitthvað óeðlilegt hvers vegna, fjalla um það og fræða börnin okkar, um það hvers vegna við erum að halda jól,“ segir hann. „Að börn megi ekki fara í kirkju og prestur megi ekki ræða við þau um fagnaðarerindið og kærleiksboðskapinn, það er auðvitað mjög sérstakt,“ segir Halldór. „Það er í sjálfu sér ekki skólanna að viðhalda kristinni trú eða slíkt, það er fjölskyldunnar, það er foreldranna, uppalendanna og kirkjunnar og svo bara veljum við hvort við förum þangað. Mér finnst þetta snúast mikið um frelsi, frelsishugtakið. Af hverju á að skerða frelsi þeirra sem að vilja gera þetta?“ spyr hann.
Tengdar fréttir Kirkjuheimsókn brýtur í bága við samskiptareglur borgarinnar Kvartanir hafi borist frá foreldrum vegna kirkjuferða skóla í borginni. 13. desember 2014 12:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Kirkjuheimsókn brýtur í bága við samskiptareglur borgarinnar Kvartanir hafi borist frá foreldrum vegna kirkjuferða skóla í borginni. 13. desember 2014 12:42