Innlent

Ár frá hvarfi Jóns í Dublin

Samúel Karl Ólason skrifar
Síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield-spítalann í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn.
Síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield-spítalann í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn.

Eitt ár er liðið frá því að Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dublin á Írlandi. Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón.

Jón sást síðast á gangi nærri hótelinu sem hann og kærasta hans gistu á í Dublin. Svo hvarf hann sporlaust og fannst hann ekki þrátt fyrir umfangsmikla leit.

Í áðurnefndri færslu er íbúum Dublin þakkað fyrir þá hjálp og kærleika sem þau hafa veitt og eru þau beðin um að prenta út plagg og hengja upp í borginni.

„Bara til að minna fólk á að við erum enn að leita, við viljum enn svör,“ segir í færslunni.

Síðasta sumar sagði bróðir Jóns Þrastar að einhvers konar málalok væru nauðsynleg.

Sjá einnig: Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi

Nánar tiltekið hvarf Jón Þröstur i hverfinu Whitehall í norðurhluta Dublin. Hann var þar til að spila póker og yfirgaf hótelið án vegabréf eða annarra skilríkja.


Tengdar fréttir

Getur ekki leyft sér að syrgja og heldur áfram að leita bróður síns

Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir. Davíð segist ekkert hafa sofið fyrstu vikurnar eftir að Jón Þröstur hvarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×