Þyngra en tárum taki að dómarar séu settir á hliðarlínuna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 9. febrúar 2020 12:44 Landsréttur vísir/egill Komist yfirdeild Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að dómarar við Landsrétt hafi verið ranglega skipaðir gæti orðið tilefni til að hafa áhyggjur af dómum sem kveðnir hafa verið upp hjá dómstólnum að mati formanns dómarafélagsins. Hann segir þyngra en tárum taki að horfa upp á stöðuna sem fjórir hæfir dómarar eru í. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að dómaraskipan í Landsrétti hefði brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu, sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Málið var tekið fyrir í yfirdeild dómstólsins í vikunni. Eitt til eitt og hálft ár gæti verið í niðurstöðu í málið. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands ræddi máliðí Sprengisandi í morgun. Hann benti á að dómurinn hefði ekki bein réttaráhrif þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi um áratugaskeið fylgt dómum sem þessum auk þess sem dómararnir hafi allir verið skipaðir, sama hver niðurstaða dómstólsins verður. „Þau njóta verndar sem slík samkvæmt stjórnarskránni og það verður afskaplega erfitt fyrir ríkið, það er kannski vandkvæði ríkisins að leysa úr því máli er að gera það með þeim hætti aðþað sé ekki brotið aftur á sjálfstæði dómsvaldsins.“ Hann segir dómarana fjóra sem fóru í leyfi í erfiðri stöðu. „Auðvitað er þyngra en tárum taki að þessi uppákoma verði til þess að þau séu sett á hliðarlínuna og það þarf auðvitað að finna einhverja eðlilega lausn á því máli ef tilefni gefst til þegar lokadómur fellur.“ Komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að allir dómarar teljist ranglega skipaðir gæti skapast upplausn um alla dóma sem fallið hafa í dómstólnum.Sá sem fer með mál fyrir landsrétt í dag þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að sá dómur verði bara felldur úr gildi einhvern tíma?„Það væri þá bara þannig ef Mannréttindadómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að þau væru öll… það væri möguleiki,“ segir Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands. Dómsmál Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03 Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Komist yfirdeild Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að dómarar við Landsrétt hafi verið ranglega skipaðir gæti orðið tilefni til að hafa áhyggjur af dómum sem kveðnir hafa verið upp hjá dómstólnum að mati formanns dómarafélagsins. Hann segir þyngra en tárum taki að horfa upp á stöðuna sem fjórir hæfir dómarar eru í. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að dómaraskipan í Landsrétti hefði brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu, sem fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Málið var tekið fyrir í yfirdeild dómstólsins í vikunni. Eitt til eitt og hálft ár gæti verið í niðurstöðu í málið. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands ræddi máliðí Sprengisandi í morgun. Hann benti á að dómurinn hefði ekki bein réttaráhrif þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi um áratugaskeið fylgt dómum sem þessum auk þess sem dómararnir hafi allir verið skipaðir, sama hver niðurstaða dómstólsins verður. „Þau njóta verndar sem slík samkvæmt stjórnarskránni og það verður afskaplega erfitt fyrir ríkið, það er kannski vandkvæði ríkisins að leysa úr því máli er að gera það með þeim hætti aðþað sé ekki brotið aftur á sjálfstæði dómsvaldsins.“ Hann segir dómarana fjóra sem fóru í leyfi í erfiðri stöðu. „Auðvitað er þyngra en tárum taki að þessi uppákoma verði til þess að þau séu sett á hliðarlínuna og það þarf auðvitað að finna einhverja eðlilega lausn á því máli ef tilefni gefst til þegar lokadómur fellur.“ Komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að allir dómarar teljist ranglega skipaðir gæti skapast upplausn um alla dóma sem fallið hafa í dómstólnum.Sá sem fer með mál fyrir landsrétt í dag þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að sá dómur verði bara felldur úr gildi einhvern tíma?„Það væri þá bara þannig ef Mannréttindadómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að þau væru öll… það væri möguleiki,“ segir Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands.
Dómsmál Landsréttarmálið Tengdar fréttir Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03 Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03 Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Varð vandræðaleg af spurningum dómara í Landsréttarmálinu Mikill fjöldi Íslendinga var viðstaddur málflutninginn í Strassbourg. 5. febrúar 2020 14:03
Segir suma dómara yfirdeildar Mannréttindadómstólsins hafa haft áhyggjur af pólitískum afskiptum Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður dómarafélags Íslands, sat málsmeðferðina í Strassborg í dag. Hann segir athyglisverðasta þátt málsins vera spurningar dómara yfirdeildarinnar. 5. febrúar 2020 12:03
Sagði tímalínu „samsæriskenningar“ í Landsréttarmálinu ekki standast Munnlegur málflutningur fór fram í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í morgun. 5. febrúar 2020 21:00