LA Lakers komst aftur á sigurbraut í nótt er liðið vann fimm stiga sigur á Golden State Warriors á útivelli, 125-120, er liðin mættust í Kaliforníu í nótt.
Anthony Davis skoraði 27 stig, tók tíu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í liði Lakers og LeBron James bætti við 22 stigum, gaf ellefu stoðsendingar og tók átta fráköst.
LeBron puts it away pic.twitter.com/0eaHzha4P5
— NBA TV (@NBATV) February 9, 2020
Milwaukee vann sinn fjórða leik í röð er liðið hafði betur gegn Orlando, 112-95, en það sem kom mest á óvart að var Giannis Antetokounmpo var ekki stigahæstur hjá Milwaukee. Hann tók þó 18 fráköst.
Toronto vinnur og vinnur en þeir unnu Brooklyn með minnsta mun, 119-118, en Pascal Siakam kláraði leikinn af vítalínunni er 23 sekúndur voru eftir.
Seth Curry (18 PTS & 7-7 FG) can’t miss! pic.twitter.com/bZqpTk8SZj
— NBA TV (@NBATV) February 9, 2020
Öll úrslit næturinnar:
Milwaukee - Orlando 112-95
New York - Detroit 95-92
Dallas - Charlotte 116-100
New Orleans - Indiana 124-117
Brooklyn - Toronto 118-119
LA Clippers - Minnesota 115-142
LA Lakers - Golden State 125-120
Denver - Phoenix 117-108
San Antonio - Sacramento 102-122
OG Anunoby locks in on defense to secure the Raptors 14th consecutive win, earning your Heads Up Play of the Day! pic.twitter.com/RBTFZlYeEG
— NBA TV (@NBATV) February 9, 2020