Cats hlaut flestar tilnefningar til Razzie-verðlauna Andri Eysteinsson skrifar 9. febrúar 2020 08:34 Judi Dench er á meðal þeirra sem tilnefndar eru fyrir versta leik í aukahlutverki. Skjáskot Stórmyndin Cats sem byggð er á samnefndum söngleik Andrew Lloyd Webber og bók rithöfundarins T. S. Eliot Old Possum‘s Book of Practical Cats, hlaut tilnefningar til níu Razzie-verðlauna en tilnefningarnar voru tilkynntar í Los Angeles í nótt. Razzie-verðlaunin eða Gyllta Hindberið (Golden Raspberry) eru verðlaun sem veitt eru fyrir verstu frammistöðu í kvikmyndum á árinu. Lengi vel voru verðlaunin veitt nóttina áður en Óskarsverðlaunin fyrir bestu frammistöðu í kvikmyndum á árinu eru veitt en í ár var látið duga að kynna tilnefningarnar þann dag.Cats sem hefur fengið mikla gagnrýni frá kvikmyndagestum og gagnrýnendum hlaut eins og áður segir níu tilnefningar til verðlaunanna. Þar á meðal í flokkunum Versta mynd, Versta handrit og versta samvinna. Í raun hlaut Cats tvær tilnefningar til síðastnefnda flokksins.Francesca Hayward sem lék köttinn Viktoríu hlaut tilnefningu sem versta leikkona í aðalhlutverki, breski spjallþáttastjórnandinn James Corden hlaut tilnefningu sem versti leikari í aukahlutverki fyrir túlkun sína á Bustopher Jones og þær Judi Dench og Rebel Wilson eru tilnefndar fyrir versta leik í aukahlutverki fyrir túlkanir sínar á Old Deuteronomy og Jennyanydots.Það eru þó ekki bara fólkið að baki Cats sem hlaut tilnefningu í ár. Stórleikarar og leikkonur á borð við Sylvester Stallone, fyrir leik í Rambo: Last Blood, Anne Hathaway, fyrir The Hustle og Serenity hlutu tilnefningar og sömu sögu má segja um óskarsverðlaunaleikarana Matthew McConaughey og Jessicu Chastain.Sjá má allar tilnefningarnar hér. Bíó og sjónvarp Razzie Verðlaun Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Stórmyndin Cats sem byggð er á samnefndum söngleik Andrew Lloyd Webber og bók rithöfundarins T. S. Eliot Old Possum‘s Book of Practical Cats, hlaut tilnefningar til níu Razzie-verðlauna en tilnefningarnar voru tilkynntar í Los Angeles í nótt. Razzie-verðlaunin eða Gyllta Hindberið (Golden Raspberry) eru verðlaun sem veitt eru fyrir verstu frammistöðu í kvikmyndum á árinu. Lengi vel voru verðlaunin veitt nóttina áður en Óskarsverðlaunin fyrir bestu frammistöðu í kvikmyndum á árinu eru veitt en í ár var látið duga að kynna tilnefningarnar þann dag.Cats sem hefur fengið mikla gagnrýni frá kvikmyndagestum og gagnrýnendum hlaut eins og áður segir níu tilnefningar til verðlaunanna. Þar á meðal í flokkunum Versta mynd, Versta handrit og versta samvinna. Í raun hlaut Cats tvær tilnefningar til síðastnefnda flokksins.Francesca Hayward sem lék köttinn Viktoríu hlaut tilnefningu sem versta leikkona í aðalhlutverki, breski spjallþáttastjórnandinn James Corden hlaut tilnefningu sem versti leikari í aukahlutverki fyrir túlkun sína á Bustopher Jones og þær Judi Dench og Rebel Wilson eru tilnefndar fyrir versta leik í aukahlutverki fyrir túlkanir sínar á Old Deuteronomy og Jennyanydots.Það eru þó ekki bara fólkið að baki Cats sem hlaut tilnefningu í ár. Stórleikarar og leikkonur á borð við Sylvester Stallone, fyrir leik í Rambo: Last Blood, Anne Hathaway, fyrir The Hustle og Serenity hlutu tilnefningar og sömu sögu má segja um óskarsverðlaunaleikarana Matthew McConaughey og Jessicu Chastain.Sjá má allar tilnefningarnar hér.
Bíó og sjónvarp Razzie Verðlaun Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira