Þarf að velja burt stóra þætti í starfi RÚV Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 15. desember 2014 08:00 „Þetta er af þannig stærðargráðu ef til kæmi. Ef þetta gengur í gegn, þá þarf að velja í burtu stóra þætti starfseminnar,“ segir útvarpsstjóri. Vísir/Stefán Að öllu óbreyttu er framundan mesti niðurskurður í sögu RÚV vegna fyrirhugaðrar lækkunar á útvarpsgjaldi. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að hjá stjórn RÚV og framkvæmdastjórn sé ekki hafin nein vinna við að teikna upp hvernig slíkur niðurskurður myndi eiga sér stað ef fram fer sem horfir með lækkun útvarpsgjalds. „Stjórn RÚV og framkvæmdastjórn hafa teiknað upp sviðsmyndir af rekstrinum til næstu fjögurra ára miðað við núverandi starfsemi sem grundvallast á lagalegum skyldum í útvarpslögum. Þar kemur fram að ef fyrirhuguð lækkun á útvarpsgjaldi gengur í gegn þarf að skerða þjónustu RÚV verulega í náinni framtíð og um leið yrði eðlisbreyting á hlutverki Ríkisútvarpsins. Ef útvarpsgjaldið helst óbreytt, þá er hægt að halda áfram starfsemi Ríkisútvarpsins á sama grunni og hingað til. Það er ekki búið að teikna upp nein niðurskurðaráform og er ekki í undirbúningi.“ Magnús segir niðurskurðinn sem þurfi til að mæta lækkun á útvarpsgjaldi af þeirri stærðargráðu að það þyrfti að velja í burt stóra þætti starfseminnar; blaðamaður spyr hvort megi jafna því við jafn stóra þætti og fréttastofu RÚV eða alla innlenda dagskrárgerð. „Þetta væri veruleg breyting á starfsemi og þeirri þjónustu sem þjóðin hefur notið. Ef þetta gengur í gegn, þá þarf að velja í burtu stóra þætti starfseminnar. Magnús Geir segist aðspurður ekki hafa íhugað uppsögn sjálfur þurfi hann að takast á hendur svo mikinn niðurskurð. „Við höfum verið algerlega samstíga, tíu manna stjórn félagsins og ný framkvæmdastjórn, að draga upp heildstæða mynd af stöðu mála og berjast fyrir því að staðinn sé vörður um Ríkisútvarpið sem er að mínu mati ein mikilvægasta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Við erum ekki að fara fram á hækkun á útvarpsgjaldi, heldur er óskað eftir því að útvarpsgjaldið haldist óbreytt. Við vörum við þeirri miklu breytingu á starfsemi Ríkisútvapsins sem verður ef þessi lækkun gengur í gegn. Ef að gjaldið verður lækkað þá mun það gerbreyta Ríkisútvarpinu og hafa mjög mikil áhrif á starfsemina. Það er eitthvað sem landsmenn allir muni sjá og finna fyrir. Mér er mjög til efs að það sé mynd sem þjóðinni hugnast enda hefur þjóðin ítrekað staðfest að hún vill að staðinn sé vörður um Ríkisútvarp okkar allra. Staðan er grafalvarleg en við erum þó enn bjartsýn á að menn fallist á að standa vörð um Ríkisútvarpið.“ Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Að öllu óbreyttu er framundan mesti niðurskurður í sögu RÚV vegna fyrirhugaðrar lækkunar á útvarpsgjaldi. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að hjá stjórn RÚV og framkvæmdastjórn sé ekki hafin nein vinna við að teikna upp hvernig slíkur niðurskurður myndi eiga sér stað ef fram fer sem horfir með lækkun útvarpsgjalds. „Stjórn RÚV og framkvæmdastjórn hafa teiknað upp sviðsmyndir af rekstrinum til næstu fjögurra ára miðað við núverandi starfsemi sem grundvallast á lagalegum skyldum í útvarpslögum. Þar kemur fram að ef fyrirhuguð lækkun á útvarpsgjaldi gengur í gegn þarf að skerða þjónustu RÚV verulega í náinni framtíð og um leið yrði eðlisbreyting á hlutverki Ríkisútvarpsins. Ef útvarpsgjaldið helst óbreytt, þá er hægt að halda áfram starfsemi Ríkisútvarpsins á sama grunni og hingað til. Það er ekki búið að teikna upp nein niðurskurðaráform og er ekki í undirbúningi.“ Magnús segir niðurskurðinn sem þurfi til að mæta lækkun á útvarpsgjaldi af þeirri stærðargráðu að það þyrfti að velja í burt stóra þætti starfseminnar; blaðamaður spyr hvort megi jafna því við jafn stóra þætti og fréttastofu RÚV eða alla innlenda dagskrárgerð. „Þetta væri veruleg breyting á starfsemi og þeirri þjónustu sem þjóðin hefur notið. Ef þetta gengur í gegn, þá þarf að velja í burtu stóra þætti starfseminnar. Magnús Geir segist aðspurður ekki hafa íhugað uppsögn sjálfur þurfi hann að takast á hendur svo mikinn niðurskurð. „Við höfum verið algerlega samstíga, tíu manna stjórn félagsins og ný framkvæmdastjórn, að draga upp heildstæða mynd af stöðu mála og berjast fyrir því að staðinn sé vörður um Ríkisútvarpið sem er að mínu mati ein mikilvægasta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Við erum ekki að fara fram á hækkun á útvarpsgjaldi, heldur er óskað eftir því að útvarpsgjaldið haldist óbreytt. Við vörum við þeirri miklu breytingu á starfsemi Ríkisútvapsins sem verður ef þessi lækkun gengur í gegn. Ef að gjaldið verður lækkað þá mun það gerbreyta Ríkisútvarpinu og hafa mjög mikil áhrif á starfsemina. Það er eitthvað sem landsmenn allir muni sjá og finna fyrir. Mér er mjög til efs að það sé mynd sem þjóðinni hugnast enda hefur þjóðin ítrekað staðfest að hún vill að staðinn sé vörður um Ríkisútvarp okkar allra. Staðan er grafalvarleg en við erum þó enn bjartsýn á að menn fallist á að standa vörð um Ríkisútvarpið.“
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira