Gæta verði að mannréttindum 13. október 2005 14:41 Gæta verður að mannréttindum í baráttunni gegn hryðjuverkum, sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær, en þar hvatti hann einnig til þess að öryggisráðið verði stokkað upp. Það kom í hlut Geirs að gera þjóðum heims grein fyrir megináherslum í utanríkisstefnu Íslands, þar sem Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, er staddur í Slóveníu. Í ræðunni var Geir tíðrætt um nauðsyn þess að umbylta skipulagi Sameinuðu þjóðanna sem verið hefur nánast óbreytt frá stofnun 1945 og endurspeglar því enn það ástand sem þá ríkti. Ísland styður það að Öryggisráðið verði stækkað og auk núverandi fimm fastaþjóða fái Brasilía, Indland, Japan og Þýskalands sæti í ráðinu ásamt einu Afríkuríki. Þá fordæmdi Geir hryðjuverk í ræðu sinni en lagði jafnframt áherslu á að baráttan gegn hryðjuverkum verði ekki háð á kostnað mannréttinda. Hann segir þarna vera þunnu línu, t.d. hvað varðar réttindi fanga. Hrikaleg mistök hafi átt sér stað hjá Bandaríkjamönnum í fangelsinu í Abu Ghraib og verið áminning um mannréttindaþáttinn í hryðjuverkabaráttunni. Ísland er í kosningabaráttu innan Sameinuðu þjóðanna og sækist eftir sæti í öryggisráðinu árin 2009 og 2010. Geir hefur undanfarna daga rætt við forráðamenn í hverju smáríkinu á fætur öðru í því skyni að afla fylgis við framboðið og hefur að sögn orðið vel ágengt. „Við eigum bandamenn víða sem líta upp til okkar sem lítillar þjóðar sem náð hefur að spjara sig vel á alþjóðavettvangi. Margir telja því að við getum lagt þeirra málum sérstakt lið og ég hef lagt á áherslu á að Sameinuðu þjóðirnar séu ekki klúbbur hinna stóru heldur samfélag þar sem hinir litlu hafi líka rétt til áhrifa,“ segir Geir H. Haarde. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Gæta verður að mannréttindum í baráttunni gegn hryðjuverkum, sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær, en þar hvatti hann einnig til þess að öryggisráðið verði stokkað upp. Það kom í hlut Geirs að gera þjóðum heims grein fyrir megináherslum í utanríkisstefnu Íslands, þar sem Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, er staddur í Slóveníu. Í ræðunni var Geir tíðrætt um nauðsyn þess að umbylta skipulagi Sameinuðu þjóðanna sem verið hefur nánast óbreytt frá stofnun 1945 og endurspeglar því enn það ástand sem þá ríkti. Ísland styður það að Öryggisráðið verði stækkað og auk núverandi fimm fastaþjóða fái Brasilía, Indland, Japan og Þýskalands sæti í ráðinu ásamt einu Afríkuríki. Þá fordæmdi Geir hryðjuverk í ræðu sinni en lagði jafnframt áherslu á að baráttan gegn hryðjuverkum verði ekki háð á kostnað mannréttinda. Hann segir þarna vera þunnu línu, t.d. hvað varðar réttindi fanga. Hrikaleg mistök hafi átt sér stað hjá Bandaríkjamönnum í fangelsinu í Abu Ghraib og verið áminning um mannréttindaþáttinn í hryðjuverkabaráttunni. Ísland er í kosningabaráttu innan Sameinuðu þjóðanna og sækist eftir sæti í öryggisráðinu árin 2009 og 2010. Geir hefur undanfarna daga rætt við forráðamenn í hverju smáríkinu á fætur öðru í því skyni að afla fylgis við framboðið og hefur að sögn orðið vel ágengt. „Við eigum bandamenn víða sem líta upp til okkar sem lítillar þjóðar sem náð hefur að spjara sig vel á alþjóðavettvangi. Margir telja því að við getum lagt þeirra málum sérstakt lið og ég hef lagt á áherslu á að Sameinuðu þjóðirnar séu ekki klúbbur hinna stóru heldur samfélag þar sem hinir litlu hafi líka rétt til áhrifa,“ segir Geir H. Haarde.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira