Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, er ekki á leið út á völlinn á næstunni því hann er á leið undir hnífinn.
Hazard mun fara í aðgerð á ökkla í Bandaríkjunum á fimmtudag. Hann brákaðist á ökklanum í leik gegn Levante í síðasta mánuði.
Þetta er enn eitt áfallið fyrir Hazard sem hafði þegar misst úr þrjá mánuði. Það var einnig vegna ökklameiðsla.
Hazard var keyptur til Real Madrid frá Chelsea síðasta sumar á um 90 milljónir punda. Hann hefur aðeins náð að skora eitt mark í fimmtán leikjum og tímabilið í raun og vera alveg farið í vaskinn hjá honum.
Vonir standa til að hann nái lokaleikjum tímabilsins og svo ætlar hann með Belgum á EM í sumar.
Hazard á leið í aðgerð í Bandaríkjunum
