Samkomulagi náð á framlengdum fundi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. desember 2014 08:00 194 þjóðir tóku þátt í Líma. Hér sést fólk lesa yfir plagg það er síðar var samþykkt. vísir/afp Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Líma, höfuðborg Perú, lauk í gær. Lok ráðstefnunnar drógust um tvo daga þar sem fulltrúum þjóðanna á fundinum gekk illa að komast að samkomulagi um hvernig takast eigi á við loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra. Í kjölfar samkomulagsins þurfa ríki heimsins að leggja fram áætlanir fyrir apríl á næsta ári um hvernig þau ætli sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innanlands. Þau plön munu leggja grunninn að nýjum loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna sem undirrita á í París að ári. Samningurinn sem undirrita á að ári markar tímamót að því leyti að í fyrsta sinn í sögunni verða allar þjóðir skikkaðar til að draga úr útblæstri. Það er töluverð breyting frá Kyoto-bókuninni, sem undirrituð var árið 1997, en hún einblíndi aðeins á fjáð ríki. Bandaríkin eiga til að mynda enn eftir að undirrita bókunina en aðeins Kína losar meira af gróðurhúsalofttegundum en Bandaríkin. „Þrátt fyrir þessa lendingu er enn langur vegur eftir í nýjan samning að ári,“ segir Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands. Fundurinn í Líma lengdist um tvo daga þar sem óralangt var á milli sjónarmiða ríkra og fátækra þjóða. Upphafleg markmið þóttu of íþyngjandi fyrir smærri þjóðir. „Við erum sátt. Við fengum það sem við vildum,“ segir Prakash Javedekar, umhverfisráðherra Indlands. Hann segir að enn séu ríkar skyldur á herðum ríkra þjóða að fara fyrir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Ábyrgðin á hnattrænni hlýnun sé þeirra og það eigi að koma í þeirra hlut að laga skaðann sem þær ollu. „Þetta er ágætis veganesti fyrir fundinn í París,“ segir Miguel Arias Canete, loftslags- og orkumálastjóri Evrópusambandsins. Vonast sé til að næstu skref muni minnka öfgar í veðri og hægja á hækkun sjávaryfirborðs. Umhverfisverndarsamtök segja ekki nógu langt gengið og frekari breytinga þörf sé ef ekki á að fara illa. Tillagan sem lagt var upp með í upphafi hafi verið veik og orðið veikari eftir því sem á leið. Fjölmargir aðgerðasinnar lögðu leið sína til Perú til að þrýsta á fundarmenn að bregðast við. Þeirra á meðal var hópur frá Greenpeace sem kom fyrir skilaboðum á Nazca-línunum. Línurnar eru um 1.500 ára gamlar og á heimsminjaskrá UNESCO. Málið vakti töluverða reiði og báðust meðlimirnir loks afsökunar á athæfinu. Loftslagsmál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Líma, höfuðborg Perú, lauk í gær. Lok ráðstefnunnar drógust um tvo daga þar sem fulltrúum þjóðanna á fundinum gekk illa að komast að samkomulagi um hvernig takast eigi á við loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra. Í kjölfar samkomulagsins þurfa ríki heimsins að leggja fram áætlanir fyrir apríl á næsta ári um hvernig þau ætli sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innanlands. Þau plön munu leggja grunninn að nýjum loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna sem undirrita á í París að ári. Samningurinn sem undirrita á að ári markar tímamót að því leyti að í fyrsta sinn í sögunni verða allar þjóðir skikkaðar til að draga úr útblæstri. Það er töluverð breyting frá Kyoto-bókuninni, sem undirrituð var árið 1997, en hún einblíndi aðeins á fjáð ríki. Bandaríkin eiga til að mynda enn eftir að undirrita bókunina en aðeins Kína losar meira af gróðurhúsalofttegundum en Bandaríkin. „Þrátt fyrir þessa lendingu er enn langur vegur eftir í nýjan samning að ári,“ segir Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands. Fundurinn í Líma lengdist um tvo daga þar sem óralangt var á milli sjónarmiða ríkra og fátækra þjóða. Upphafleg markmið þóttu of íþyngjandi fyrir smærri þjóðir. „Við erum sátt. Við fengum það sem við vildum,“ segir Prakash Javedekar, umhverfisráðherra Indlands. Hann segir að enn séu ríkar skyldur á herðum ríkra þjóða að fara fyrir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Ábyrgðin á hnattrænni hlýnun sé þeirra og það eigi að koma í þeirra hlut að laga skaðann sem þær ollu. „Þetta er ágætis veganesti fyrir fundinn í París,“ segir Miguel Arias Canete, loftslags- og orkumálastjóri Evrópusambandsins. Vonast sé til að næstu skref muni minnka öfgar í veðri og hægja á hækkun sjávaryfirborðs. Umhverfisverndarsamtök segja ekki nógu langt gengið og frekari breytinga þörf sé ef ekki á að fara illa. Tillagan sem lagt var upp með í upphafi hafi verið veik og orðið veikari eftir því sem á leið. Fjölmargir aðgerðasinnar lögðu leið sína til Perú til að þrýsta á fundarmenn að bregðast við. Þeirra á meðal var hópur frá Greenpeace sem kom fyrir skilaboðum á Nazca-línunum. Línurnar eru um 1.500 ára gamlar og á heimsminjaskrá UNESCO. Málið vakti töluverða reiði og báðust meðlimirnir loks afsökunar á athæfinu.
Loftslagsmál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira