Las á Facebook að fjölskylda hans hefði verið myrt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2020 11:00 Blake Bivens sagði frá skelfilegri upplifun sinni í messu sem var send út á samfélagsmiðlum. Mynd/Youtube Hafnarboltamaðurinn efnilegi Blake Bivens upplifði hryllilega tíma í ágúst síðastliðnum og nú hefur hann talað um það í fyrsta sinn opinberlega. Blake Bivens spilar með Tampa Bay Rays í neðri deildum hafnaboltans í Bandaríkjunum en menn sjá hann fyrir sér fara alla leið í MLB-atvinnumannadeildina. Blake Bivens komst í fréttirnar síðasta haust en ekki fyrir framgöngu sína inn á hafnarboltavellinum heldur fyrir það sem kom fyrir hans fjölskyldu. Nú hefur Blake Bivens sagt frá því hvernig hann komst að því að hann hafði missti sitt fólk með svo skelfilegum hætti. "I found out my family was gone over a Facebook headline. And I just immediately began to scream in the middle of the airport."Rays prospect Blake Bivens discovered that his wife, son and mother-in-law had been killed on social media.https://t.co/QpRjhpeyxy— Sporting News (@sportingnews) May 4, 2020 Blake Bivens var að bíða eftir flugi frá Tennessee til síns heima í Virginiu þegar hann eyddi tímanum með að fara á netið. Blake fór meðal annars á Facebook og þar komst hann að því að eiginkona hans, fjórtán mánaða sonur og tengdamamma hefðu öll verið myrt. Bivens talaði um þessa hryllilegu upplifun sína í kirkju á sunnudaginn en messan var sýnd á fésbókinni. „Fyrsta fyrirsögnin sem ég sé er að tvær konur og lítið barn væru dáin,“ sagði Blake Bivens. „Ég vissi um leið að þetta væri þau. Ég komst að því að ég væri búinn að missa fjölskyldu mína með því að lesa fyrirsögn inn á fésbókinni. Ég byrjaði strax að öskra á miðjum flugvellinum,“ sagði Bivens. Tampa Bay Rays Prospect Blake Bivens Found Out on Facebook that Wife, Son, Mother-in-Law Were Dead https://t.co/T6el65Wk28— People (@people) May 4, 2020 Mágur Blake Bivens, Matthew Thomas Bernard, hefur verið ákærður fyrir morðin en hann er aðeins átján ára. „Ég held að það erfiðasta við þetta allt saman var að labba inn í herbergi sonar míns og átta sig á fullu á því að ég átti aldrei eftir að sjá hann aftur á þessari jörðu,“ sagði Bivens. Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Sjá meira
Hafnarboltamaðurinn efnilegi Blake Bivens upplifði hryllilega tíma í ágúst síðastliðnum og nú hefur hann talað um það í fyrsta sinn opinberlega. Blake Bivens spilar með Tampa Bay Rays í neðri deildum hafnaboltans í Bandaríkjunum en menn sjá hann fyrir sér fara alla leið í MLB-atvinnumannadeildina. Blake Bivens komst í fréttirnar síðasta haust en ekki fyrir framgöngu sína inn á hafnarboltavellinum heldur fyrir það sem kom fyrir hans fjölskyldu. Nú hefur Blake Bivens sagt frá því hvernig hann komst að því að hann hafði missti sitt fólk með svo skelfilegum hætti. "I found out my family was gone over a Facebook headline. And I just immediately began to scream in the middle of the airport."Rays prospect Blake Bivens discovered that his wife, son and mother-in-law had been killed on social media.https://t.co/QpRjhpeyxy— Sporting News (@sportingnews) May 4, 2020 Blake Bivens var að bíða eftir flugi frá Tennessee til síns heima í Virginiu þegar hann eyddi tímanum með að fara á netið. Blake fór meðal annars á Facebook og þar komst hann að því að eiginkona hans, fjórtán mánaða sonur og tengdamamma hefðu öll verið myrt. Bivens talaði um þessa hryllilegu upplifun sína í kirkju á sunnudaginn en messan var sýnd á fésbókinni. „Fyrsta fyrirsögnin sem ég sé er að tvær konur og lítið barn væru dáin,“ sagði Blake Bivens. „Ég vissi um leið að þetta væri þau. Ég komst að því að ég væri búinn að missa fjölskyldu mína með því að lesa fyrirsögn inn á fésbókinni. Ég byrjaði strax að öskra á miðjum flugvellinum,“ sagði Bivens. Tampa Bay Rays Prospect Blake Bivens Found Out on Facebook that Wife, Son, Mother-in-Law Were Dead https://t.co/T6el65Wk28— People (@people) May 4, 2020 Mágur Blake Bivens, Matthew Thomas Bernard, hefur verið ákærður fyrir morðin en hann er aðeins átján ára. „Ég held að það erfiðasta við þetta allt saman var að labba inn í herbergi sonar míns og átta sig á fullu á því að ég átti aldrei eftir að sjá hann aftur á þessari jörðu,“ sagði Bivens.
Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Sjá meira