Bílasala á Bretlandi ekki minni frá því beint eftir stríð Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2020 10:19 Verksmiðja Nissan í Sunderland þar sem um átta þúsund manns starfa ætlar ekki að hefja framleiðslu aftur fyrr en í júní. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Ekki hafa færri nýir bílar selst á Bretlandi frá því í febrúar árið 1946, strax í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Loka hefur þurft verksmiðjum og umboðum vegna kórónuveirufaraldursins og dróst bílasalan saman um 97% í apríl. Útlit er fyrir að sala á nýjum bílum verði sú minnsta í þrjátíu ár vegna faraldursins. Eftirspurn eftir nýjum bílum er sögð hafa dregist sambærilega saman á Ítalíu og í Frakklandi. Bílaiðnaðurinn er stærsta útflutningsgrein Bretlands. Ef fram fer sem horfir dregst framleiðsla hans saman um átta milljarða punda, jafnvirði tæplega 1.470 milljarða íslenskra króna. Framleiðslan hefur dregist saman um 14% til þessa að sala um 43%. Stærsta bílaverksmiðja Bretlands, Nissan-verksmiðja í Sunderland, tekur ekki aftur til starfa fyrr en í júní. Aðeins 4.321 bíll var nýskráður á Bretlandi í apríl. Þeir hafa ekki verið færri frá því í febrúar árið 1946 þegar rétt rúmlega 4.000 bílar voru skráðir. Þá voru skammtanir enn við lýði í landinu eftir stríðið og uppbygging var að hefjast eftir eyðilegginguna. Fjórir af hverjum fimm nýskráðum bílum í apríl voru á vegum fyrirtækja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mest seldi bíllinn var rafbíllinn Tesla Model 3 en 658 slíkir voru nýskráðir í síðasta mánuði. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bílar Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ekki hafa færri nýir bílar selst á Bretlandi frá því í febrúar árið 1946, strax í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Loka hefur þurft verksmiðjum og umboðum vegna kórónuveirufaraldursins og dróst bílasalan saman um 97% í apríl. Útlit er fyrir að sala á nýjum bílum verði sú minnsta í þrjátíu ár vegna faraldursins. Eftirspurn eftir nýjum bílum er sögð hafa dregist sambærilega saman á Ítalíu og í Frakklandi. Bílaiðnaðurinn er stærsta útflutningsgrein Bretlands. Ef fram fer sem horfir dregst framleiðsla hans saman um átta milljarða punda, jafnvirði tæplega 1.470 milljarða íslenskra króna. Framleiðslan hefur dregist saman um 14% til þessa að sala um 43%. Stærsta bílaverksmiðja Bretlands, Nissan-verksmiðja í Sunderland, tekur ekki aftur til starfa fyrr en í júní. Aðeins 4.321 bíll var nýskráður á Bretlandi í apríl. Þeir hafa ekki verið færri frá því í febrúar árið 1946 þegar rétt rúmlega 4.000 bílar voru skráðir. Þá voru skammtanir enn við lýði í landinu eftir stríðið og uppbygging var að hefjast eftir eyðilegginguna. Fjórir af hverjum fimm nýskráðum bílum í apríl voru á vegum fyrirtækja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mest seldi bíllinn var rafbíllinn Tesla Model 3 en 658 slíkir voru nýskráðir í síðasta mánuði.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bílar Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira