Sport
Ísland í 2. sæti í Svíþjóð
Íslenska landsliðið í knattspyrnu pilta 17 ára og yngri tapaði fyrir Norðmönnum 2-1 í úrslitaleik Hallandsmótsins í Svíþjóð í dag. Ísland var yfir í hálfleik en Norðmenn skoruðu tvívegis í seinni hálfleik og tryggðu sér með því sigur á mótinu með 7 stig í 3 leikjum, en Íslendingar urðu í 2. sæti með 6 stig.