Lífið

Já, hún kann að brosa!

Kryddpían Victoria Beckham lék á alls oddi er hún eyddi gæðatíma með dóttur sinni, Harper, 23ja mánaða, á dögunum.

Victoria er þekkt fyrir að vera frekar fýld á svip alla jafna en grínaðist og hló með dóttur sinni á fótboltaleik elsta sonar síns, Brooklyn, fjórtán ára.

Smá krydd í tilveruna.

Harper æstist öll upp þegar móðir hennar byrjaði að gretta sig og vildi greinilega losna úr kerrunni sinni. Hún fór heldur glæfralega að sem endaði með því að hún datt úr kerrunni og endaði kylliflöt á jörðinni. Victoria var fljót til bjargar og huggaði dóttur sína sem var fljót að jafna sig.

Lifir á brúninni.
Obbosí!

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.