Erlent

Les Paul gítarinn áfram á Google

Les Paul hefði orðið 96 ára gamall síðastliðinn fimmtudag.
Les Paul hefði orðið 96 ára gamall síðastliðinn fimmtudag. Mynd/AP
Margir netnotendur brostu út að eyrum síðastliðinn fimmtudag þegar þeir sáu hverju Google hafði tekið upp á í tilefni af 96 ára afmæli tónlistar- og uppfinningamannsins Lester William Polsfuss, betur þekktur undir nafninu Les Paul.

Í stað hins hefðbundna "Google" merkis var komið einhverskonar vef-hljóðfæri sem hægt var að spila á bæði með mús og lyklaborði. Uppátækið sló rækilega í gegn og þurfa þeir sem af því misstu ekki að örvænta, því hægt er að nálgast Google-gítarinn hérna.

Les Paul var mikill frumkvöðull í tilraunum með rafmagnsgítarinn, en hann lést árið 2009, 94 ára að aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×