Stóð til að reyna að vekja hinn grunaða í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2020 13:31 Frá Kópaskeri. Vísir/Vilhelm Lögregla á Norðurlandi eystra hefur enn ekki getað rætt við mann sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á Kópaskeri aðfaranótt laugardags. Þeir liggja báðir á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri. Tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu lauk vettvangsrannsókn í gær. Þrennt var handtekið eftir að tilkynnt var um árásina aðfaranótt laugardags. Tveimur þeirra, manni og konu, var sleppt úr haldi á laugardag þar sem ekki er talið að þau tengist árásinni. Þolandi árásarinnar var fluttur á gjörgæslu en samkvæmt heimildum Vísis var hann stunginn sex sinnum. Þá stóð til að taka skýrslu af meintum geranda, sem sagður er hafa brotið sér leið inn í hús þolandans. Ekki reyndist unnt að ræða við hann þar sem hann fannst rænulítill í fangaklefa sínum og var einnig fluttur á gjörgæslu. Sjá einnig: Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að vettvangsrannsókn tæknideildar lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafi lokið seint í gærkvöldi. Bergur kveðst ekki hafa upplýsingar um líðan mannanna í dag. Ekki hefur reynst unnt að taka af þeim skýrslu og staða á rannsókninni þannig eftir því. Bergur segir að þó hafi staðið til að reyna að vekja hinn grunaða í dag. Þá sé ekki vitað hvað hafi orðið til þess að maðurinn var rænulítill í klefa sínum. Inntur eftir því hvort lögregla hafi skýra mynd af því sem gerðist aðfaranótt laugardags segir Bergur að búið sé að taka skýrslu af einum sem var í íbúðinni. Sá hafi þó ekki orðið vitni að árásinni sjálfri. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald þar sem ekki hefur reynst unnt að ræða við hinn grunaða. Sú ákvörðun segir Bergur að muni byggjast á rannsóknarhagsmunum og því sem hinn grunaði lýsir í yfirheyrslu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að þolandi árásarinnar hefði sjálfur í tvígang hlotið þriggja ára dóm fyrir hnífsstunguárás. Lögreglumál Norðurþing Tengdar fréttir Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Fórnarlamb hnífstunguárásarinnar á Kópaskeri hefur sjálfur tvisvar sinnum hlotið dóm fyrir hættulegar hnífstungur. 2. mars 2020 06:30 Grunaður árásarmaður á Kópaskeri einnig á gjörgæslu Fórnarlamb hnífstungu og grunaður árásarmaður eru báðir á gjörgæslu. 1. mars 2020 13:42 Fórnarlamb stunguárásarinnar á Kópaskeri á gjörgæslu Þrennt var handtekið vegna árásarinnar. 29. febrúar 2020 07:03 Alvarleg líkamsárás á Kópaskeri Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um alvarlega líkamsárás á Kópaskeri á tíunda tímanum í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var eggvopni beitt í árásinni. 29. febrúar 2020 01:48 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Lögregla á Norðurlandi eystra hefur enn ekki getað rætt við mann sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á Kópaskeri aðfaranótt laugardags. Þeir liggja báðir á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri. Tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu lauk vettvangsrannsókn í gær. Þrennt var handtekið eftir að tilkynnt var um árásina aðfaranótt laugardags. Tveimur þeirra, manni og konu, var sleppt úr haldi á laugardag þar sem ekki er talið að þau tengist árásinni. Þolandi árásarinnar var fluttur á gjörgæslu en samkvæmt heimildum Vísis var hann stunginn sex sinnum. Þá stóð til að taka skýrslu af meintum geranda, sem sagður er hafa brotið sér leið inn í hús þolandans. Ekki reyndist unnt að ræða við hann þar sem hann fannst rænulítill í fangaklefa sínum og var einnig fluttur á gjörgæslu. Sjá einnig: Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að vettvangsrannsókn tæknideildar lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafi lokið seint í gærkvöldi. Bergur kveðst ekki hafa upplýsingar um líðan mannanna í dag. Ekki hefur reynst unnt að taka af þeim skýrslu og staða á rannsókninni þannig eftir því. Bergur segir að þó hafi staðið til að reyna að vekja hinn grunaða í dag. Þá sé ekki vitað hvað hafi orðið til þess að maðurinn var rænulítill í klefa sínum. Inntur eftir því hvort lögregla hafi skýra mynd af því sem gerðist aðfaranótt laugardags segir Bergur að búið sé að taka skýrslu af einum sem var í íbúðinni. Sá hafi þó ekki orðið vitni að árásinni sjálfri. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald þar sem ekki hefur reynst unnt að ræða við hinn grunaða. Sú ákvörðun segir Bergur að muni byggjast á rannsóknarhagsmunum og því sem hinn grunaði lýsir í yfirheyrslu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að þolandi árásarinnar hefði sjálfur í tvígang hlotið þriggja ára dóm fyrir hnífsstunguárás.
Lögreglumál Norðurþing Tengdar fréttir Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Fórnarlamb hnífstunguárásarinnar á Kópaskeri hefur sjálfur tvisvar sinnum hlotið dóm fyrir hættulegar hnífstungur. 2. mars 2020 06:30 Grunaður árásarmaður á Kópaskeri einnig á gjörgæslu Fórnarlamb hnífstungu og grunaður árásarmaður eru báðir á gjörgæslu. 1. mars 2020 13:42 Fórnarlamb stunguárásarinnar á Kópaskeri á gjörgæslu Þrennt var handtekið vegna árásarinnar. 29. febrúar 2020 07:03 Alvarleg líkamsárás á Kópaskeri Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um alvarlega líkamsárás á Kópaskeri á tíunda tímanum í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var eggvopni beitt í árásinni. 29. febrúar 2020 01:48 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Fórnarlamb hnífstunguárásarinnar á Kópaskeri hefur sjálfur tvisvar sinnum hlotið dóm fyrir hættulegar hnífstungur. 2. mars 2020 06:30
Grunaður árásarmaður á Kópaskeri einnig á gjörgæslu Fórnarlamb hnífstungu og grunaður árásarmaður eru báðir á gjörgæslu. 1. mars 2020 13:42
Fórnarlamb stunguárásarinnar á Kópaskeri á gjörgæslu Þrennt var handtekið vegna árásarinnar. 29. febrúar 2020 07:03
Alvarleg líkamsárás á Kópaskeri Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um alvarlega líkamsárás á Kópaskeri á tíunda tímanum í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var eggvopni beitt í árásinni. 29. febrúar 2020 01:48