Erlent

OJ segist ekki hafa brotið lög vísvitandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
OJ Simpson vill að málið gegn honum verði tekuð upp að nýju.
OJ Simpson vill að málið gegn honum verði tekuð upp að nýju. Mynd/ AFP.

OJ Simpson, fyrrverandi leikmaður í ameríska fótboltanum og leikari, gaf í dag skýrslu fyrir rétti í Nevada í Bandaríkjunum. Þar fóru fram réttarhöld vegna kröfu hans um að mál ákæruvaldsins gegn honum frá 2008 verði tekið upp að nýju.

Simpson var sakfelldur árið 2008 fyrir vopnað rán á hóteli. Hann kveðst hins vegar ekki hafa brotið lögin vísivitandi, eftir því sem fram kemur á vef BBC.

OJ Simpson er þekktastur fyrir að hafa verið sýknaður af ákæru fyrir morðið á eiginkonu hans árið 1995. Sýknudómurinn var ákaflega umdeildur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×