„Ekkert minna en traust á dómstólunum undir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2016 15:00 Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að enn eigi eftir að svara því hvort að dómarar sem áttu í föllnum fjármálafyrirtækjum fyrir hrun og dæmdu í málum sem tengdust þeim eftir hrun hafi verið vanhæfir í einstökum málum. Dómarar verði að bregðast við umræðunni með upplýsingum svo engin vafi liggi á trausti til dómara. „Ég er þeirrar skoðunar að ef menn vilja fara yfir einstök mál sem að menn hafi mögulega verið vanhæfir til þess að fjalla um eða dæma í þá verði einfaldlega að skoða það mál fyrir mál,“ sagði Bjarni sem var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi.Í ljós hefur komið að dómarar í Hæstarétti áttu hlut í fjármálafyrirtækjum á árunum fyrir hrun. Á árunum 2007 til 2008 áttu fjórir hæstaréttardómarar hluti í Glitni sem urðu verðlausir egar bankinn féll í hruninu 2008 og var fjárhagslegt tjón þeirra töluvert. Því hefur verið velt upp hvort að dómararnir hafi verið vanhæfir í málum sem tengdust Glitni. Um það eru skiptar skoðanir. Bjarni segir að þó að í einhverjum tilfellum hafi dómarar svarað fyrir sig og veitt upplýsingar þurfi að taka af öll tvímæli í þessum málum. „Það skiptir hins vegar verulega máli fyrir dómskerfið, dómstólinn og jafnvel einstaka dómara að bregðast við umræðunni með upplýsingumog það er ekkert minna undir en traust á dómstólunum undir,“ sagði Bjarni. „Eftir situr þessi spurning hvort að í einstölum málum hafi menn verið vanhæfir. Þeir sem áttu undir í þeim málum hljóta að vera velta því fyrir sér hvort það kunni að hafa einhver áhrif,“ sagði Bjarni en umræðu Heimis og Bjarna um þetta mál sjá í myndskeiðinu hér að ofan.Sjá má þáttinn í heild sinni hér. Víglínan Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Hlutabréf dómara opinber almenningi í Noregi Í Noregi eru upplýsingar um eignarhlut dómara í félagi eða fyrirtæki opinberar almenningi. Skúli Magnússon, formaður dómarafélags Íslands, segir ný lög um dómstóla sem taka gildi um áramótin strangari hvað eignarhlut dómara varðar. 7. desember 2016 20:00 Ingveldur umsvifamikil í hlutabréfum Auk þess að eiga hlut í Glitni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, átti Ingveldur Einarsdóttir, hæstaréttardómari, einnig hluti í Landsbankanum, Kaupþingi og Straumi-Burðarás fyrir hrun. 7. desember 2016 07:21 Mælir með að þeir sem telja á sér brotið í ljósi upplýsinga um fjármál hæstaréttardómara leiti til lögmanna Formaður Lögmannafélagsins segir að ef einhverjir málsaðilar telji á sér brotið í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram þá eigi þeir hiklaust að leita til lögmanna til að skoða sín mál. 7. desember 2016 12:45 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að enn eigi eftir að svara því hvort að dómarar sem áttu í föllnum fjármálafyrirtækjum fyrir hrun og dæmdu í málum sem tengdust þeim eftir hrun hafi verið vanhæfir í einstökum málum. Dómarar verði að bregðast við umræðunni með upplýsingum svo engin vafi liggi á trausti til dómara. „Ég er þeirrar skoðunar að ef menn vilja fara yfir einstök mál sem að menn hafi mögulega verið vanhæfir til þess að fjalla um eða dæma í þá verði einfaldlega að skoða það mál fyrir mál,“ sagði Bjarni sem var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi.Í ljós hefur komið að dómarar í Hæstarétti áttu hlut í fjármálafyrirtækjum á árunum fyrir hrun. Á árunum 2007 til 2008 áttu fjórir hæstaréttardómarar hluti í Glitni sem urðu verðlausir egar bankinn féll í hruninu 2008 og var fjárhagslegt tjón þeirra töluvert. Því hefur verið velt upp hvort að dómararnir hafi verið vanhæfir í málum sem tengdust Glitni. Um það eru skiptar skoðanir. Bjarni segir að þó að í einhverjum tilfellum hafi dómarar svarað fyrir sig og veitt upplýsingar þurfi að taka af öll tvímæli í þessum málum. „Það skiptir hins vegar verulega máli fyrir dómskerfið, dómstólinn og jafnvel einstaka dómara að bregðast við umræðunni með upplýsingumog það er ekkert minna undir en traust á dómstólunum undir,“ sagði Bjarni. „Eftir situr þessi spurning hvort að í einstölum málum hafi menn verið vanhæfir. Þeir sem áttu undir í þeim málum hljóta að vera velta því fyrir sér hvort það kunni að hafa einhver áhrif,“ sagði Bjarni en umræðu Heimis og Bjarna um þetta mál sjá í myndskeiðinu hér að ofan.Sjá má þáttinn í heild sinni hér.
Víglínan Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Hlutabréf dómara opinber almenningi í Noregi Í Noregi eru upplýsingar um eignarhlut dómara í félagi eða fyrirtæki opinberar almenningi. Skúli Magnússon, formaður dómarafélags Íslands, segir ný lög um dómstóla sem taka gildi um áramótin strangari hvað eignarhlut dómara varðar. 7. desember 2016 20:00 Ingveldur umsvifamikil í hlutabréfum Auk þess að eiga hlut í Glitni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, átti Ingveldur Einarsdóttir, hæstaréttardómari, einnig hluti í Landsbankanum, Kaupþingi og Straumi-Burðarás fyrir hrun. 7. desember 2016 07:21 Mælir með að þeir sem telja á sér brotið í ljósi upplýsinga um fjármál hæstaréttardómara leiti til lögmanna Formaður Lögmannafélagsins segir að ef einhverjir málsaðilar telji á sér brotið í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram þá eigi þeir hiklaust að leita til lögmanna til að skoða sín mál. 7. desember 2016 12:45 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04
Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00
Hlutabréf dómara opinber almenningi í Noregi Í Noregi eru upplýsingar um eignarhlut dómara í félagi eða fyrirtæki opinberar almenningi. Skúli Magnússon, formaður dómarafélags Íslands, segir ný lög um dómstóla sem taka gildi um áramótin strangari hvað eignarhlut dómara varðar. 7. desember 2016 20:00
Ingveldur umsvifamikil í hlutabréfum Auk þess að eiga hlut í Glitni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, átti Ingveldur Einarsdóttir, hæstaréttardómari, einnig hluti í Landsbankanum, Kaupþingi og Straumi-Burðarás fyrir hrun. 7. desember 2016 07:21
Mælir með að þeir sem telja á sér brotið í ljósi upplýsinga um fjármál hæstaréttardómara leiti til lögmanna Formaður Lögmannafélagsins segir að ef einhverjir málsaðilar telji á sér brotið í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram þá eigi þeir hiklaust að leita til lögmanna til að skoða sín mál. 7. desember 2016 12:45