Tveir af ellefu náðst úr öndunarvél Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. apríl 2020 21:09 Fjórir eru látnir af Covid 19 hér á landi en tveir létust í gær eftir veikindi. Ellefu eru nú á gjörgæsludeildum Landspítalans en flestir eru tengdir við öndunarvél. Álagið hefur aukist jafnt og þétt á Landspítalanum eftir því sem þeim sem smitast hafa af kórónuveirunni hefur fjölgað í samfélaginu. Nú liggja fjörtíu og þrír sjúklingar á spítalanum með COVID-19. Ellefu þeirra liggja á gjörgæsludeildum spítalans í Fossvogi og við Hringbraut en af þessum ellefu eru átta tengdir við öndunarvél. Fylgst er vel með þeim sjúklingum sem hafa verið lagðir inn á spítalann. „Þegar fer að þyngjast þá eru þeir fluttir yfir á gjörgæslu og það er áfram þá metið hvort þeir þurfi þá öndunarvélastuðning. Þá þarf að svæfa viðkomandi og síðan er viðkomandi þá haldið sofandi í öndunarvél með þá slöngu í hálsinum, tengda við öndunarvél. Í þessum sjúkdómi þá gagnast vel að setja fólkið á grúfu til að opna upp lungun og fá betri loftskipti“ segir Sigurbergur Kárason yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Sigurbergur Kárason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.Vísir/arnar Fjórir hafa nú látist hér á landi af COVID-19. Þrír þeirra á Landspítalanum en einn á Húsavík. Tveir af þeim sem hafa látist eru hjón. Konan lést fyrir rúmri viku en maðurinn í gær. Aðeins einn af þeim sem lést hafði verið tengdur við öndunarvél. „Það hafa sem sagt farið ellefu í öndunarvél og tveir af þeim hafa náðst úr öndunarvél,“ segir Kristinn Sigvaldason yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Læknarnir segja erfitt að segja nákvæmlega til um hversu lengi fólk, sem tengt er við öndunarvél, þurfi að vera það. „Það er svona alveg frá tíu til fimmtán daga og jafnvel upp í þrjár vikur,“ segir Sigurbergur. Kristinn segir vel hugsað um fólkið á meðan því er haldið sofandi. „Fólk fær róandi lyf og svefnlyf og fær líka næringu og hugsað um allt annað í kring. Fólki líður ekki illa,“ segir Kristinn. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.vísir/arnar Læknarnir segja erfitt að segja nákvæmlega til um hverjar lífslíkur þeirra eru sem fara á öndunarvél eru. „Það hefur verið aðeins breytilegt eftir löndum en það er svona talað um núna í kringum fimmtíu og sjötíu prósent dánarlíkur en það náttúrulega fer svolítið eftir því hvernig þú velur inn á gjörgæsluna. Hversu aldraðir sjúklingarnir eru og hvernig þá hópurinn er sem að sýkist,“ segir Sigurbergur. Heimsóknarbann er á Landspítalanum og fá aðstandendur því ekki að vera með þeim sem veikjast. „Við erum að reyna gera allt til þess að reyna að vera í sem bestu sambandi við ættingjana og læknarnir hafa komið upp mjög góðu systemi og prestarnir með okkur í því að veita fólki sem sagt hjálp og það er svona sú sálgæsla sem við getum veitt og það skiptir rosalegu miklu máli. Maður getur bara ímyndað sér að vera heima og eiga veikan ættingja á gjörgæslu,“ segir Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar Þau segja marga vinna langar vaktir þessa dagana eða allt að sextán tíma. „Staðan er náttúrulega má segja þung og erfið en við höfum á að skipa frábæru starfsfólki þar sem að samtakamátturinn hefur skilað alveg ótrúlega miklu,“ segir Kristinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tveir til viðbótar látnir af Covid-19 Á síðasta sólarhring hafa tveir sjúklingar látist á Landspítala vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítalans. 2. apríl 2020 13:37 99 ný smit Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1319 hér á landi. 2. apríl 2020 13:28 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Fjórir eru látnir af Covid 19 hér á landi en tveir létust í gær eftir veikindi. Ellefu eru nú á gjörgæsludeildum Landspítalans en flestir eru tengdir við öndunarvél. Álagið hefur aukist jafnt og þétt á Landspítalanum eftir því sem þeim sem smitast hafa af kórónuveirunni hefur fjölgað í samfélaginu. Nú liggja fjörtíu og þrír sjúklingar á spítalanum með COVID-19. Ellefu þeirra liggja á gjörgæsludeildum spítalans í Fossvogi og við Hringbraut en af þessum ellefu eru átta tengdir við öndunarvél. Fylgst er vel með þeim sjúklingum sem hafa verið lagðir inn á spítalann. „Þegar fer að þyngjast þá eru þeir fluttir yfir á gjörgæslu og það er áfram þá metið hvort þeir þurfi þá öndunarvélastuðning. Þá þarf að svæfa viðkomandi og síðan er viðkomandi þá haldið sofandi í öndunarvél með þá slöngu í hálsinum, tengda við öndunarvél. Í þessum sjúkdómi þá gagnast vel að setja fólkið á grúfu til að opna upp lungun og fá betri loftskipti“ segir Sigurbergur Kárason yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Sigurbergur Kárason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.Vísir/arnar Fjórir hafa nú látist hér á landi af COVID-19. Þrír þeirra á Landspítalanum en einn á Húsavík. Tveir af þeim sem hafa látist eru hjón. Konan lést fyrir rúmri viku en maðurinn í gær. Aðeins einn af þeim sem lést hafði verið tengdur við öndunarvél. „Það hafa sem sagt farið ellefu í öndunarvél og tveir af þeim hafa náðst úr öndunarvél,“ segir Kristinn Sigvaldason yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Læknarnir segja erfitt að segja nákvæmlega til um hversu lengi fólk, sem tengt er við öndunarvél, þurfi að vera það. „Það er svona alveg frá tíu til fimmtán daga og jafnvel upp í þrjár vikur,“ segir Sigurbergur. Kristinn segir vel hugsað um fólkið á meðan því er haldið sofandi. „Fólk fær róandi lyf og svefnlyf og fær líka næringu og hugsað um allt annað í kring. Fólki líður ekki illa,“ segir Kristinn. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.vísir/arnar Læknarnir segja erfitt að segja nákvæmlega til um hverjar lífslíkur þeirra eru sem fara á öndunarvél eru. „Það hefur verið aðeins breytilegt eftir löndum en það er svona talað um núna í kringum fimmtíu og sjötíu prósent dánarlíkur en það náttúrulega fer svolítið eftir því hvernig þú velur inn á gjörgæsluna. Hversu aldraðir sjúklingarnir eru og hvernig þá hópurinn er sem að sýkist,“ segir Sigurbergur. Heimsóknarbann er á Landspítalanum og fá aðstandendur því ekki að vera með þeim sem veikjast. „Við erum að reyna gera allt til þess að reyna að vera í sem bestu sambandi við ættingjana og læknarnir hafa komið upp mjög góðu systemi og prestarnir með okkur í því að veita fólki sem sagt hjálp og það er svona sú sálgæsla sem við getum veitt og það skiptir rosalegu miklu máli. Maður getur bara ímyndað sér að vera heima og eiga veikan ættingja á gjörgæslu,“ segir Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar Þau segja marga vinna langar vaktir þessa dagana eða allt að sextán tíma. „Staðan er náttúrulega má segja þung og erfið en við höfum á að skipa frábæru starfsfólki þar sem að samtakamátturinn hefur skilað alveg ótrúlega miklu,“ segir Kristinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tveir til viðbótar látnir af Covid-19 Á síðasta sólarhring hafa tveir sjúklingar látist á Landspítala vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítalans. 2. apríl 2020 13:37 99 ný smit Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1319 hér á landi. 2. apríl 2020 13:28 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Tveir til viðbótar látnir af Covid-19 Á síðasta sólarhring hafa tveir sjúklingar látist á Landspítala vegna Covid-19. Þetta kemur fram á vef Landspítalans. 2. apríl 2020 13:37
99 ný smit Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1319 hér á landi. 2. apríl 2020 13:28
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent