Ungt fólk krefst bjartrar framtíðar án mengunar Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2020 18:45 Í dag er ár liðið frá því loftlagsverkfallið og hreyfingin Föstudagur til framtíðar var stofnuð að fyrirmynd Gretu Thunberg. Vísir/Vilhelm Ungt fólk krafðist aðgerða í loftlagsmálum í kröfugöngu um miðborgina og á útifundi á Austurvelli í dag. Mörg þeirra óttast framtíðina ef ekkert verði að gert en óska sér bjartrar framtíðar án mengunar. Í dag er ár liðið frá því loftlagsverkfallið og hreyfingin Föstudagur til framtíðar var stofnuð að fyrirmynd Gretu Thunberg. Að þessu tilefni komu ungmenni saman við Hallgrímskirkju rétt fyrir hádegi í dag og héldu þaðan á Austurvöll þar sem flutt voru ávörp með kröfum um aðgerðir í loftslagsmálum. Námsmannahreyfingar grunn-, framhalds- og háskólanema stendur fyrir mótmælunum. Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir þau hafa haft áhrif. „Já ég held að þetta hafi klárlega skilað einhverju. Það er kannski hvað helst almenningsumræðan og vitundarvakningin og við sýnum að ungt fólk er tilbúið til að taka málin í sínar hendur. Markmiðið var auðvitað að krefjast aukinna aðgerða frá stjornvöldum og við eigum eftir að sjá það. Þess vegna verðum við að halda áfram,“ sagði Jóna Þórey í upphafi göngunnar frá Hallgrímskirkju undir baráttukalli göngufólks. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm „Hvað viljum við? Við viljum aðgerðir. Hvenær? Núna.“ Þetta var fimmtugasti og annar föstudagurinn sem íslensk ungmenni krefjast aðgerða í loftlagsmálum hér á landi en hreyfingin Föstudagur til framtíðar hefur sprottið upp um allan heim. Mörg ungmenni eru skelkuð vegna framtíðarinnar. „Algerlega og við verðum vör við það sérstaklega hér í verkföllunum. En verkföllin eru líka leið fyrir þau til að fá útrás fyrir þennan ótta og sjá að þau eru ekki ein í þessu. Það séu fleiri sem vilji gera eitthvað í málunum,“ segir Jóna Þórey. Brynjar Einarsson nemandi í Háteigsskóla var alveg með það á hreinu hvers konar framtíð unga fólkið vill búa sér. „Við viljum bjarta framtíð. Framtíð sem er ekki menguð. Þar sem við getum lifað án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að við munum deyja af loftslagsbreytingum,“ sagði Brynjar. En þrettán ára félagi hans Jökull Jónsson sem tekið hefur þátt í föstudagsmótmælunum frá upphafi kannast við óttann við hvað framtíðin gæti borið í skauti sér. Hvernig líst þér á framtíðina? „Satt best að segja líst mér ekkert svakaleg vel á hana. Eru svartsýnn? Ég reyni að vera það ekki en það gerist.“ Hvar er stóra mengunin sem Íslendingar geta lagað? „Í rauninni þurfum við bara að reyna að koma kolefnissporinu okkar sem lengst niður og reyna að vera umhverfisvænni,“ segir Jökull Jónsson. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Ungt fólk krafðist aðgerða í loftlagsmálum í kröfugöngu um miðborgina og á útifundi á Austurvelli í dag. Mörg þeirra óttast framtíðina ef ekkert verði að gert en óska sér bjartrar framtíðar án mengunar. Í dag er ár liðið frá því loftlagsverkfallið og hreyfingin Föstudagur til framtíðar var stofnuð að fyrirmynd Gretu Thunberg. Að þessu tilefni komu ungmenni saman við Hallgrímskirkju rétt fyrir hádegi í dag og héldu þaðan á Austurvöll þar sem flutt voru ávörp með kröfum um aðgerðir í loftslagsmálum. Námsmannahreyfingar grunn-, framhalds- og háskólanema stendur fyrir mótmælunum. Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir þau hafa haft áhrif. „Já ég held að þetta hafi klárlega skilað einhverju. Það er kannski hvað helst almenningsumræðan og vitundarvakningin og við sýnum að ungt fólk er tilbúið til að taka málin í sínar hendur. Markmiðið var auðvitað að krefjast aukinna aðgerða frá stjornvöldum og við eigum eftir að sjá það. Þess vegna verðum við að halda áfram,“ sagði Jóna Þórey í upphafi göngunnar frá Hallgrímskirkju undir baráttukalli göngufólks. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm „Hvað viljum við? Við viljum aðgerðir. Hvenær? Núna.“ Þetta var fimmtugasti og annar föstudagurinn sem íslensk ungmenni krefjast aðgerða í loftlagsmálum hér á landi en hreyfingin Föstudagur til framtíðar hefur sprottið upp um allan heim. Mörg ungmenni eru skelkuð vegna framtíðarinnar. „Algerlega og við verðum vör við það sérstaklega hér í verkföllunum. En verkföllin eru líka leið fyrir þau til að fá útrás fyrir þennan ótta og sjá að þau eru ekki ein í þessu. Það séu fleiri sem vilji gera eitthvað í málunum,“ segir Jóna Þórey. Brynjar Einarsson nemandi í Háteigsskóla var alveg með það á hreinu hvers konar framtíð unga fólkið vill búa sér. „Við viljum bjarta framtíð. Framtíð sem er ekki menguð. Þar sem við getum lifað án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að við munum deyja af loftslagsbreytingum,“ sagði Brynjar. En þrettán ára félagi hans Jökull Jónsson sem tekið hefur þátt í föstudagsmótmælunum frá upphafi kannast við óttann við hvað framtíðin gæti borið í skauti sér. Hvernig líst þér á framtíðina? „Satt best að segja líst mér ekkert svakaleg vel á hana. Eru svartsýnn? Ég reyni að vera það ekki en það gerist.“ Hvar er stóra mengunin sem Íslendingar geta lagað? „Í rauninni þurfum við bara að reyna að koma kolefnissporinu okkar sem lengst niður og reyna að vera umhverfisvænni,“ segir Jökull Jónsson.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira