Áfram Akureyrarflugvöllur Guðmundur Baldvin Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2020 17:15 Við Akureyringar og Norðlendingar höfum um árabil barist fyrir því að koma á reglulegu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll og höfum horft til þess að bæta aðstöðuna á vellinum með stærri flugstöð, stærra flughlaði og betri lendingarbúnaði. Það hefur verið skýrt í okkar huga að reglulegt millilandaflug um Akureyrarflugvöll er ein fljótvirkasta byggðaaðgerð sem hægt er að ráðast í og skiptir afar miklu máli ekki bara fyrir Akureyri og Eyjafjörð heldur norður- og austurland allt. ILS búnaður sannar gildi sitt Á árinu 2018 vannst áfangasigur í þessar baráttu okkar þegar samgönguráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson tók af skarið og tryggði fjármagn til að koma mætti upp ILS búnaði við völlinn. Frá þeim tíma hefur verið unnið að því að koma búnaðinum fyrir og nú í byrjun árs var hann svo tekinn í notkun. Óhætt er að segja að búnaðurinn hafi þegar sannað gildi sitt því nú á einni viku hefur hann í tvígang leitt til þess að farþegaþotur hafa getað lent á Akureyrarflugvelli með hjálp búnaðarins. Áframhaldandi uppbygging Annar áfangasigur vannst í lok síðasta árs þegar samgönguráðherra og ferðamálaráðherra skrifuðu undir viljayfirlýsingu um frekari uppbyggingu á Akureyrarflugvelli. Var í kjölfarið skipaður aðgerðarhópur sem ætlað var að gera tillögur og stilla upp sviðsmyndum um frekari uppbyggingu á vellinum og er hópnum ætlað að skila tillögum fyrir 31. mars n.k. Undirritaður var skipaður í aðgerðarhópinn af hálfu Akureyrarbæjar og er ég fullur bjartsýni á að vinna hópsins skili raunhæfum tillögum um uppbyggingu vallarins og stjórnvöld geti strax í kjölfarið hafist handa við áframhaldandi uppbyggingu Akureyrarflugvallar. Höfundur er bæjarfulltrúi (B) og formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Byggðamál Fréttir af flugi Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Við Akureyringar og Norðlendingar höfum um árabil barist fyrir því að koma á reglulegu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll og höfum horft til þess að bæta aðstöðuna á vellinum með stærri flugstöð, stærra flughlaði og betri lendingarbúnaði. Það hefur verið skýrt í okkar huga að reglulegt millilandaflug um Akureyrarflugvöll er ein fljótvirkasta byggðaaðgerð sem hægt er að ráðast í og skiptir afar miklu máli ekki bara fyrir Akureyri og Eyjafjörð heldur norður- og austurland allt. ILS búnaður sannar gildi sitt Á árinu 2018 vannst áfangasigur í þessar baráttu okkar þegar samgönguráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson tók af skarið og tryggði fjármagn til að koma mætti upp ILS búnaði við völlinn. Frá þeim tíma hefur verið unnið að því að koma búnaðinum fyrir og nú í byrjun árs var hann svo tekinn í notkun. Óhætt er að segja að búnaðurinn hafi þegar sannað gildi sitt því nú á einni viku hefur hann í tvígang leitt til þess að farþegaþotur hafa getað lent á Akureyrarflugvelli með hjálp búnaðarins. Áframhaldandi uppbygging Annar áfangasigur vannst í lok síðasta árs þegar samgönguráðherra og ferðamálaráðherra skrifuðu undir viljayfirlýsingu um frekari uppbyggingu á Akureyrarflugvelli. Var í kjölfarið skipaður aðgerðarhópur sem ætlað var að gera tillögur og stilla upp sviðsmyndum um frekari uppbyggingu á vellinum og er hópnum ætlað að skila tillögum fyrir 31. mars n.k. Undirritaður var skipaður í aðgerðarhópinn af hálfu Akureyrarbæjar og er ég fullur bjartsýni á að vinna hópsins skili raunhæfum tillögum um uppbyggingu vallarins og stjórnvöld geti strax í kjölfarið hafist handa við áframhaldandi uppbyggingu Akureyrarflugvallar. Höfundur er bæjarfulltrúi (B) og formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun