Grindavík notaði ólöglegan leikmann í Lengjubikar karla í knattspyrnu á dögunum en skrifstofa KSÍ hefur nú staðfest þetta og sektað félagið.
Grindavík vann leikinn 2-1 en úrslitunum er nú breytt og HK liðinu dæmdur 3-0 sigur.
Ölöglegi leikmaðurinn var Guðmundur Magnússon sem er skráður í ÍBV. Guðmundur Magnússon skoraði einmitt bæði mörk Grindvíkinga í leiknum.
Grindavík fær 60 þúsund króna sekt frá KSÍ, 30 þúsund fyrir að mæta ólöglega skipað til leiks og 30 þúsund fyrir leikmanninn sem spilaði án keppnisleyfis.
Guðmundur Magnússon skoraði 1 mark í 10 leikjum með ÍBV í Pepsi Max deild karla á síðustu leiktíð.
Guðmundur Magnússon var einu sinni leikmaður HK því hann lék með Kópavogsfélaginu í 1. deild karla sumrin 2014 og 2015. Guðmundur skoraði þá 6 mörk í 25 deildarleikjum með HK.
Það má lesa um dóminn hér.
Grindvíkingar fá 60 þúsund króna sekt frá KSÍ og sigri breytt í tap
