Afþakkar hjálp ASÍ við að meta hvort björgunarsveitirnar séu misnotaðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2019 11:00 Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu í síðustu viku í óveðrinu sem gekk yfir landið. Vísir/Vilhelm Guðbrandur Örn Arnarsson, verkefnastjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og starfsmaður Landstjórnar björgunarsveita, segist fullkomlega sjálfbær að meta hvenær verið sé að misnota sitt sjálfboðaliðastarf. Hann þurfi enga hjálp við það. Um er að ræða viðbrögð við því útspili Alþýðusambands Íslands að láta kanna hvort opinberar stofnanir séu í auknum mæli að láta björgunarsveitir vinna ýmis verk fyrir sig í sjálfboðavinnu, verk sem stofnanirnar ættu sjálfar að sinna í almannaþágu. Og hvort að búið sé að skera svona mikið niður hjá stofnunum. Dæmi séu jafnvel um að starfsmenn sinni sama verki í dagvinnu og þeir síðan sinna launalaust eftir að vinnudegi lýkur. Fjallað var um málið í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir enn einu sinni hafa vakið athygli að björgunarsveitarmenn hafi í óveðrinu í liðinni viku gengið í störf sem eðlilegt mætti telja að væri hluti af grunnþjónustu í samfélaginu. „Vegagerðin, hún er að semja við björgunarsveitir þegar kemur að lokun vega, við sjáum það í fjölmiðlum. Við sjáum það að það er verið að semja við björgunarsveitir um landvörslu þegar þegar er verið að loka leiðum upp á hálendið og víðar. Við sjáum að það er verið að ræða að björgunarsveitir taki að einhverju leyti að sér sjúkraflutninga, þannig að þetta er mjög víða, því miður,“ sagði Halldór. Guðbrandur segir björgunarsveitir Landsbjargar hafa frá upphafi sinnt verkefnum sem annaðhvort enginn annar getur eða vill sinna. „Á þeim 100 árum sem einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa dregið landann bókstaflega uppúr skaflinum þá hefur félagið hleypt fjöldanum öllum af slysavarna- og björgunarverkefnum af stokkunum og ræktað og hlúð að þar til verkefnin voru komin á þann stað að fólk í launaðri vinnu var tilbúið að taka við þeim. Hefur félagið haft jafnan haft frumkvæði að því að setja verkefni í hendur á öðrum aðilum þegar það þykir betri farvegur. Einnig hefur félagið staðið vörð um að verkefni félagsins falli undir annað hvort slysavarnir eða björgunarstörf,“ segir Guðbrandur. Það sé óumflýjanlegt að einhver verkefni falli á grátt svæði, þ.e. að á einhverjum tíma finnist einhverjum að félagið sé í verkefnum sem aðrir eigi að sinna eða eigi bara yfirhöfuð ekkert að sinna. Sú umræða sé lifandi innan félagsins. Jökull Brjánsson hjá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi tók þessa mynd við björgunarstörf norður í landi þar sem rafmagnslaust hafði verið í 28 klukkustundir í síðustu viku.@hjalparsveitskataikopavogi „Félagið (stjórn, forsvarsfólk og forsvarsfólk eininga) hefur verið nokkuð duglegt að afþakka öll boð um misnotkun sem sannarlega eru reglulega á borð boðin. Hver eining er sjálfstæð og getur gert talsvert mikið án teljandi boðvalds frá félaginu. Lög og reglur ramma inn hlutverk okkar að mestu en einingar hafa talsvert frelsi um hvaða verkefni þær vilja eða vilja ekki sinna. Nærtækast er t.d. að benda á fjörugar umræður á Landsþingi fyrir nokkrum árum þar sem sumar einingar vildu rukka fyrir að sækja fasta bíla og aðrar einingar ekki. Í dag rukka sumar einingar og aðrar ekki.“ Síðan sé það alltaf vald hvers einstaklings að mæta eða mæta ekki í þau verkefni sem björgunarsveitum bjóðist. „Þannig hefur félaginu að mínu mati vegnað afar vel í sínum störfum. Tími sjálfboðaliðans er dýrmætur og því seldur dýrt t.d. í almannavarnaaðgerðum þar sem jafn dýrt ef ekki dýrara er að kalla til björgunarsveitarmann í verkefni og lögreglumann með öllum kostnaði. Björgunarsveitarfólk verður að fá reglubundið krefjandi verkefni til að takast á við annars verður það gagnslaust þegar „stóra verkefnið“ kemur. Ef ég fæ ekki að fara í útköll reglulega þá er best að finna sér bara nýtt áhugamál.“ Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Guðbrandur Örn Arnarsson, verkefnastjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og starfsmaður Landstjórnar björgunarsveita, segist fullkomlega sjálfbær að meta hvenær verið sé að misnota sitt sjálfboðaliðastarf. Hann þurfi enga hjálp við það. Um er að ræða viðbrögð við því útspili Alþýðusambands Íslands að láta kanna hvort opinberar stofnanir séu í auknum mæli að láta björgunarsveitir vinna ýmis verk fyrir sig í sjálfboðavinnu, verk sem stofnanirnar ættu sjálfar að sinna í almannaþágu. Og hvort að búið sé að skera svona mikið niður hjá stofnunum. Dæmi séu jafnvel um að starfsmenn sinni sama verki í dagvinnu og þeir síðan sinna launalaust eftir að vinnudegi lýkur. Fjallað var um málið í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir enn einu sinni hafa vakið athygli að björgunarsveitarmenn hafi í óveðrinu í liðinni viku gengið í störf sem eðlilegt mætti telja að væri hluti af grunnþjónustu í samfélaginu. „Vegagerðin, hún er að semja við björgunarsveitir þegar kemur að lokun vega, við sjáum það í fjölmiðlum. Við sjáum það að það er verið að semja við björgunarsveitir um landvörslu þegar þegar er verið að loka leiðum upp á hálendið og víðar. Við sjáum að það er verið að ræða að björgunarsveitir taki að einhverju leyti að sér sjúkraflutninga, þannig að þetta er mjög víða, því miður,“ sagði Halldór. Guðbrandur segir björgunarsveitir Landsbjargar hafa frá upphafi sinnt verkefnum sem annaðhvort enginn annar getur eða vill sinna. „Á þeim 100 árum sem einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa dregið landann bókstaflega uppúr skaflinum þá hefur félagið hleypt fjöldanum öllum af slysavarna- og björgunarverkefnum af stokkunum og ræktað og hlúð að þar til verkefnin voru komin á þann stað að fólk í launaðri vinnu var tilbúið að taka við þeim. Hefur félagið haft jafnan haft frumkvæði að því að setja verkefni í hendur á öðrum aðilum þegar það þykir betri farvegur. Einnig hefur félagið staðið vörð um að verkefni félagsins falli undir annað hvort slysavarnir eða björgunarstörf,“ segir Guðbrandur. Það sé óumflýjanlegt að einhver verkefni falli á grátt svæði, þ.e. að á einhverjum tíma finnist einhverjum að félagið sé í verkefnum sem aðrir eigi að sinna eða eigi bara yfirhöfuð ekkert að sinna. Sú umræða sé lifandi innan félagsins. Jökull Brjánsson hjá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi tók þessa mynd við björgunarstörf norður í landi þar sem rafmagnslaust hafði verið í 28 klukkustundir í síðustu viku.@hjalparsveitskataikopavogi „Félagið (stjórn, forsvarsfólk og forsvarsfólk eininga) hefur verið nokkuð duglegt að afþakka öll boð um misnotkun sem sannarlega eru reglulega á borð boðin. Hver eining er sjálfstæð og getur gert talsvert mikið án teljandi boðvalds frá félaginu. Lög og reglur ramma inn hlutverk okkar að mestu en einingar hafa talsvert frelsi um hvaða verkefni þær vilja eða vilja ekki sinna. Nærtækast er t.d. að benda á fjörugar umræður á Landsþingi fyrir nokkrum árum þar sem sumar einingar vildu rukka fyrir að sækja fasta bíla og aðrar einingar ekki. Í dag rukka sumar einingar og aðrar ekki.“ Síðan sé það alltaf vald hvers einstaklings að mæta eða mæta ekki í þau verkefni sem björgunarsveitum bjóðist. „Þannig hefur félaginu að mínu mati vegnað afar vel í sínum störfum. Tími sjálfboðaliðans er dýrmætur og því seldur dýrt t.d. í almannavarnaaðgerðum þar sem jafn dýrt ef ekki dýrara er að kalla til björgunarsveitarmann í verkefni og lögreglumann með öllum kostnaði. Björgunarsveitarfólk verður að fá reglubundið krefjandi verkefni til að takast á við annars verður það gagnslaust þegar „stóra verkefnið“ kemur. Ef ég fæ ekki að fara í útköll reglulega þá er best að finna sér bara nýtt áhugamál.“
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira