Fótbolti

Skoraði tvö mörk í Evrópu­deildinni í gær og spilar á Laugar­dals­velli eftir mánuð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hagi yngri fagnar marki í gær.
Hagi yngri fagnar marki í gær. vísir/getty

Ianis Hagi, sonur goðsagnarinnar Gheorghe Hagi, skoraði tvö mörk í gær er Rangers vann 3-2 sigur á Braga í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.

Rangers lenti 2-0 undir en með tveimur mörkum frá Hagi og Joe Aribo tryggðu Rangers sér 3-2 sigur. Þeir leiða því fyrir síðari leikinn gegn Portúgal sem fer fram í næstu viku.

Hagi er frá Rúmeníu en pabbi hans lék með bæði Real Madrid og Barcelona þar sem hann vakti mikla lukku. Pabbinn var í stúkunni er Hagi skoraði mörkin fyrir Steven Gerrard í gær.







Hagi yngri mun spila á Laugardalsvelli eftir rúman mánuð er Ísland og Rúmenía mætast í umspili fyrir EM 2020. Leikið verður á Laugardalsvelli 26. mars.

Það er vonandi að strákarnir okkar hafa góðar gætur á þessum 22 ára sókndjarfa miðjumanni.

Sigurvegarinn úr leik Íslands og Rúmeníu mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi þann 31. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×