Í spjallþættinum Late Late show með Bretanum James Corden er oft á dagskrá liðurinn Spill Your Guts or Fill Your Guts sem gengur út á það að maður á annað hvort að svara erfiðri spurningu eða borða einhvern algjöran viðbjóð.
Á dögunum var Justin Bieber gestur í þættinum og tók hann að sjálfsögðu þátt í liðnum.
Corden spurði hann mjög persónulegra spurninga og var Bieber á köflum í vandræðum. Til að mynda átti hann að raða vinkonum Hailey Bieber, eiginkonu sinni, frá þeirri skemmtilegustu til leiðinlegustu. Þær voru Gigi Hadid, Kendall Jenner og Cara Delevingne.
Hér að neðan má sjá innslagið.