Tíu ára stuðningsmaður Man. United bað Klopp um að hætta að vinna leiki og fékk svar til baka Anton Ingi Leifsson skrifar 21. febrúar 2020 08:30 Jurgen Klopp, stjóri Liverpool. vísir/getty Daragh Curley er tíu ára gamall stuðningsmaður Manchester United sem sendi Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, bréf á dögunum og fékk meira að segja svar til baka frá þeim þýska. Liverpool er að undirbúa sig undir fyrsta Englandsmeistaratitilinn í 30 ár en liðið er með 22 stiga forskot á toppi deildarinnar er vel er liðið á tímabilið. Daragh virðist ekki sáttur með gengi Liverpool enda stuðningsmaður erkifjendanna í United. Hann ákvað því að skrifa Jurgen Klopp bréf. „Ég heiti Daragh. Ég er tíu ára gamall. Ég er í Glenswilly skólanum í Donegal. Ég styð Man. United og ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta bréf er vegna þess að ég ætla að mótmæla,“ sagði í bréfinu. „Liverpool er að vinna of marga leiki. Ef þið vinnið níu leiki í viðbót þá eigiði flesta leiki í röð án þess að tapa og verandi United-stuðningsmaður er það sárt.“ „Svo næst þegar Liverpool spilar láttu þá tapa. Þú ættir að láta hitt liðið skora. Ég vona að ég hafi sannfært þig um að vnna ekki deildina og aldrei vinna leik aftur,“ sagði ennfremur í bréfinu. We this! 10 year old Man Utd fan Daragh from Donegal wrote a letter to Liverpool boss Jurgen Klopp asking him to stop his team winning so often. Klopp wrote a personal letter back and it's brilliant! pic.twitter.com/MzsWY346U7— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 20, 2020 Klopp ákvað hins vegar að slá til og svara bréfinu. Hann þakkaði Daragh fyrir að senda bréfið og sagði að það væri alltaf gott að heyra í ungum fótboltaaðdáendum. Hann sagðist þó ekki geta orðið við beiðninni. Sagði hann að milljónir manna víðast hvar um heiminn haldi með Liverpool og hann vilji ekki svekkja það fólk. „Ég vona að ef við erum nógu heppnir og kannski lyftum einhverjum bikurum þá verðuru ekki vonsvikinn því þrátt fyrir að félög okkar séu fjendur þá berum við virðingu fyrir hvort öðru. Fyrir mig snýst fótbolti um það,“ sagði Klopp. A young Manchester United fan from Donegal who made a bid to stop Liverpool winning the title has been left shocked after Jurgen Klopp sent him a personal reply. https://t.co/i1hk5pL4lE - We'll be speaking to Daragh and his dad before 8.— Good Morning Ulster (@BBCgmu) February 21, 2020 Enski boltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Körfubolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Sjá meira
Daragh Curley er tíu ára gamall stuðningsmaður Manchester United sem sendi Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, bréf á dögunum og fékk meira að segja svar til baka frá þeim þýska. Liverpool er að undirbúa sig undir fyrsta Englandsmeistaratitilinn í 30 ár en liðið er með 22 stiga forskot á toppi deildarinnar er vel er liðið á tímabilið. Daragh virðist ekki sáttur með gengi Liverpool enda stuðningsmaður erkifjendanna í United. Hann ákvað því að skrifa Jurgen Klopp bréf. „Ég heiti Daragh. Ég er tíu ára gamall. Ég er í Glenswilly skólanum í Donegal. Ég styð Man. United og ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta bréf er vegna þess að ég ætla að mótmæla,“ sagði í bréfinu. „Liverpool er að vinna of marga leiki. Ef þið vinnið níu leiki í viðbót þá eigiði flesta leiki í röð án þess að tapa og verandi United-stuðningsmaður er það sárt.“ „Svo næst þegar Liverpool spilar láttu þá tapa. Þú ættir að láta hitt liðið skora. Ég vona að ég hafi sannfært þig um að vnna ekki deildina og aldrei vinna leik aftur,“ sagði ennfremur í bréfinu. We this! 10 year old Man Utd fan Daragh from Donegal wrote a letter to Liverpool boss Jurgen Klopp asking him to stop his team winning so often. Klopp wrote a personal letter back and it's brilliant! pic.twitter.com/MzsWY346U7— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 20, 2020 Klopp ákvað hins vegar að slá til og svara bréfinu. Hann þakkaði Daragh fyrir að senda bréfið og sagði að það væri alltaf gott að heyra í ungum fótboltaaðdáendum. Hann sagðist þó ekki geta orðið við beiðninni. Sagði hann að milljónir manna víðast hvar um heiminn haldi með Liverpool og hann vilji ekki svekkja það fólk. „Ég vona að ef við erum nógu heppnir og kannski lyftum einhverjum bikurum þá verðuru ekki vonsvikinn því þrátt fyrir að félög okkar séu fjendur þá berum við virðingu fyrir hvort öðru. Fyrir mig snýst fótbolti um það,“ sagði Klopp. A young Manchester United fan from Donegal who made a bid to stop Liverpool winning the title has been left shocked after Jurgen Klopp sent him a personal reply. https://t.co/i1hk5pL4lE - We'll be speaking to Daragh and his dad before 8.— Good Morning Ulster (@BBCgmu) February 21, 2020
Enski boltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Körfubolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Sjá meira