Tíu ára stuðningsmaður Man. United bað Klopp um að hætta að vinna leiki og fékk svar til baka Anton Ingi Leifsson skrifar 21. febrúar 2020 08:30 Jurgen Klopp, stjóri Liverpool. vísir/getty Daragh Curley er tíu ára gamall stuðningsmaður Manchester United sem sendi Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, bréf á dögunum og fékk meira að segja svar til baka frá þeim þýska. Liverpool er að undirbúa sig undir fyrsta Englandsmeistaratitilinn í 30 ár en liðið er með 22 stiga forskot á toppi deildarinnar er vel er liðið á tímabilið. Daragh virðist ekki sáttur með gengi Liverpool enda stuðningsmaður erkifjendanna í United. Hann ákvað því að skrifa Jurgen Klopp bréf. „Ég heiti Daragh. Ég er tíu ára gamall. Ég er í Glenswilly skólanum í Donegal. Ég styð Man. United og ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta bréf er vegna þess að ég ætla að mótmæla,“ sagði í bréfinu. „Liverpool er að vinna of marga leiki. Ef þið vinnið níu leiki í viðbót þá eigiði flesta leiki í röð án þess að tapa og verandi United-stuðningsmaður er það sárt.“ „Svo næst þegar Liverpool spilar láttu þá tapa. Þú ættir að láta hitt liðið skora. Ég vona að ég hafi sannfært þig um að vnna ekki deildina og aldrei vinna leik aftur,“ sagði ennfremur í bréfinu. We this! 10 year old Man Utd fan Daragh from Donegal wrote a letter to Liverpool boss Jurgen Klopp asking him to stop his team winning so often. Klopp wrote a personal letter back and it's brilliant! pic.twitter.com/MzsWY346U7— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 20, 2020 Klopp ákvað hins vegar að slá til og svara bréfinu. Hann þakkaði Daragh fyrir að senda bréfið og sagði að það væri alltaf gott að heyra í ungum fótboltaaðdáendum. Hann sagðist þó ekki geta orðið við beiðninni. Sagði hann að milljónir manna víðast hvar um heiminn haldi með Liverpool og hann vilji ekki svekkja það fólk. „Ég vona að ef við erum nógu heppnir og kannski lyftum einhverjum bikurum þá verðuru ekki vonsvikinn því þrátt fyrir að félög okkar séu fjendur þá berum við virðingu fyrir hvort öðru. Fyrir mig snýst fótbolti um það,“ sagði Klopp. A young Manchester United fan from Donegal who made a bid to stop Liverpool winning the title has been left shocked after Jurgen Klopp sent him a personal reply. https://t.co/i1hk5pL4lE - We'll be speaking to Daragh and his dad before 8.— Good Morning Ulster (@BBCgmu) February 21, 2020 Enski boltinn Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Sjá meira
Daragh Curley er tíu ára gamall stuðningsmaður Manchester United sem sendi Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, bréf á dögunum og fékk meira að segja svar til baka frá þeim þýska. Liverpool er að undirbúa sig undir fyrsta Englandsmeistaratitilinn í 30 ár en liðið er með 22 stiga forskot á toppi deildarinnar er vel er liðið á tímabilið. Daragh virðist ekki sáttur með gengi Liverpool enda stuðningsmaður erkifjendanna í United. Hann ákvað því að skrifa Jurgen Klopp bréf. „Ég heiti Daragh. Ég er tíu ára gamall. Ég er í Glenswilly skólanum í Donegal. Ég styð Man. United og ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta bréf er vegna þess að ég ætla að mótmæla,“ sagði í bréfinu. „Liverpool er að vinna of marga leiki. Ef þið vinnið níu leiki í viðbót þá eigiði flesta leiki í röð án þess að tapa og verandi United-stuðningsmaður er það sárt.“ „Svo næst þegar Liverpool spilar láttu þá tapa. Þú ættir að láta hitt liðið skora. Ég vona að ég hafi sannfært þig um að vnna ekki deildina og aldrei vinna leik aftur,“ sagði ennfremur í bréfinu. We this! 10 year old Man Utd fan Daragh from Donegal wrote a letter to Liverpool boss Jurgen Klopp asking him to stop his team winning so often. Klopp wrote a personal letter back and it's brilliant! pic.twitter.com/MzsWY346U7— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 20, 2020 Klopp ákvað hins vegar að slá til og svara bréfinu. Hann þakkaði Daragh fyrir að senda bréfið og sagði að það væri alltaf gott að heyra í ungum fótboltaaðdáendum. Hann sagðist þó ekki geta orðið við beiðninni. Sagði hann að milljónir manna víðast hvar um heiminn haldi með Liverpool og hann vilji ekki svekkja það fólk. „Ég vona að ef við erum nógu heppnir og kannski lyftum einhverjum bikurum þá verðuru ekki vonsvikinn því þrátt fyrir að félög okkar séu fjendur þá berum við virðingu fyrir hvort öðru. Fyrir mig snýst fótbolti um það,“ sagði Klopp. A young Manchester United fan from Donegal who made a bid to stop Liverpool winning the title has been left shocked after Jurgen Klopp sent him a personal reply. https://t.co/i1hk5pL4lE - We'll be speaking to Daragh and his dad before 8.— Good Morning Ulster (@BBCgmu) February 21, 2020
Enski boltinn Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Sjá meira