NBA-deildin fór aftur af stað í nótt eftir nokkurra daga hlé. Sex leikir voru á dagskrá og voru fjórir þeirra ansi spennandi en einn fór í framlengingu.
Giannis Antetokounmpo heldur uppteknum hætti í liði Milwaukee. Hann skoraði 33 stig og tók 16 fráköst er liðið vann sex stiga sigur á Detroit, 126-106.
Þetta var 47. sigur Milwaukee í þeim 55 leikjum sem liðið hefur leikið í vetur en liðið er með lang hæsta vinningshlutfallið.
James Harden skoraði 29 stig er Houston vann öruggan sigur á Golden State Warriors, 135-105. Harden hefur verið magnaður á tímabilinu en Houston hefur unnið 35 af 55 leikjum sem liðið hefur spilað í vetur.
Giannis makes a beautiful touch pass to set up Robin Lopez for your Heads Up Play of the Day! pic.twitter.com/vpG8JIUahk
— NBA TV (@NBATV) February 21, 2020
Öll úrslit næturinnar:
Milwaukee - Detroit 126-106
Miami - Atlanta 124-129
Charlotte - Chicago 103-93
Brooklyn - Philadelphia 104-112 (eftir framlengingu)
Memphis - Sacramento 125-129
Houston - Golden State 135-105
Career-high 50-PIECE for Trae! pic.twitter.com/gf01f4qAY9
— NBA TV (@NBATV) February 21, 2020