Hvalfjörður heimsfrumsýndur á Vimeo Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 10. desember 2016 07:00 Hvalfjörður fjallar um samband tveggja ungra bræðra sem búa í sveit á Íslandi og hvernig sá yngri tekst á við það að koma að eldri bróður sínum sem er að reyna að taka sitt eigið líf,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri stuttmyndarinnar Hvalfjarðar, en Vimeo var að velja stuttmyndina sem þeirra „Staff Pick Première“ og verður myndin því heimsfrumsýnd á netinu á miðvikudaginn 14 desember. Síðan stuttmyndin vann til verðlauna í aðalkeppninni á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir þremur árum hefur hún farið út um allan heim og unnið til um 50 alþjóðlegra verðlauna. En hvaða þýðingu hafa þessi verðlaun fyrir myndina? „Þetta er ákveðinn gæðastimpill en Hvalfjörður hefur náttúrulega gengið ótrúlega vel og við sjáum þetta núna sem möguleika til að enn fleiri fái tækifæri til að sjá myndina. Aðstandendur Vimeo áætla að að minnsta kosti 100.000 einstaklingar muni horfa á Hvalfjörð í gegnum síðuna, sem er náttúrulega gríðarlega stór tala og veitir myndinni og okkur sem listamönnum mikla ánægju,“ útskýrir Guðmundur og bætir við að myndin hafi nú þegar verið sýnd bæði á RIFF og RÚV. „Okkur finnst mjög gaman að þeir Íslendingar sem misstu af að sjá Hvalfjörð þar, en langar að sjá myndina, fái tækifæri til þess á miðvikudaginn næsta,“ segir hann. Guðmundur Arnar hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Hjartastein, en móttökurnar hafa farið fram úr þeirra björtustu vonum. „Eins og er þá er ég í Marokkó þar sem ég er að sýna Hjartastein. Ég mun næstu mánuði halda áfram að ferðast með Hjartastein víða um heim og sýna á hátíðum. Þess á milli, þá aðallega í flugvélum, er ég að skrifa mína næstu kvikmynd sem ég er orðin mjög spenntur fyrir,“ segir Guðmundur. Bíó og sjónvarp Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Hvalfjörður fjallar um samband tveggja ungra bræðra sem búa í sveit á Íslandi og hvernig sá yngri tekst á við það að koma að eldri bróður sínum sem er að reyna að taka sitt eigið líf,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri stuttmyndarinnar Hvalfjarðar, en Vimeo var að velja stuttmyndina sem þeirra „Staff Pick Première“ og verður myndin því heimsfrumsýnd á netinu á miðvikudaginn 14 desember. Síðan stuttmyndin vann til verðlauna í aðalkeppninni á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir þremur árum hefur hún farið út um allan heim og unnið til um 50 alþjóðlegra verðlauna. En hvaða þýðingu hafa þessi verðlaun fyrir myndina? „Þetta er ákveðinn gæðastimpill en Hvalfjörður hefur náttúrulega gengið ótrúlega vel og við sjáum þetta núna sem möguleika til að enn fleiri fái tækifæri til að sjá myndina. Aðstandendur Vimeo áætla að að minnsta kosti 100.000 einstaklingar muni horfa á Hvalfjörð í gegnum síðuna, sem er náttúrulega gríðarlega stór tala og veitir myndinni og okkur sem listamönnum mikla ánægju,“ útskýrir Guðmundur og bætir við að myndin hafi nú þegar verið sýnd bæði á RIFF og RÚV. „Okkur finnst mjög gaman að þeir Íslendingar sem misstu af að sjá Hvalfjörð þar, en langar að sjá myndina, fái tækifæri til þess á miðvikudaginn næsta,“ segir hann. Guðmundur Arnar hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Hjartastein, en móttökurnar hafa farið fram úr þeirra björtustu vonum. „Eins og er þá er ég í Marokkó þar sem ég er að sýna Hjartastein. Ég mun næstu mánuði halda áfram að ferðast með Hjartastein víða um heim og sýna á hátíðum. Þess á milli, þá aðallega í flugvélum, er ég að skrifa mína næstu kvikmynd sem ég er orðin mjög spenntur fyrir,“ segir Guðmundur.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira