Öflugt sjúkrahús - kjarni málsins Jóhannes M. Gunnarsson skrifar 23. maí 2012 06:00 Um þessar mundir er í nágrannalöndum Íslands víða verið að rífa sjúkrahúsbyggingar sem ekki eru nema örfárra áratuga gamlar. Nýbyggingar eru reistar til þess að mæta þörfum sem stórstígar breytingar á starfsemi sjúkrahúsa gera kröfu um eigi þjónusta við sjúklinga áfram að vera í takti við nútímann. Á Íslandi er kjarni málsins sá sami og annars staðar. Endurnýjun Landspítala er stærsta framfaraskref sem lengi hefur sést á sviði heilbrigðismála. Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, ritar grein í Fréttablaðið 21. maí sl. og upplýsir að umræðan um risabyggingu (sic) nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur sé hafin. Af mörgum fullyrðingum sem höfundur kastar fram er þessi um það bil sú eina rétta. Í heilbrigðisráðherratíð Sighvats árið 1991 var hrundið af stað því ferli sem leiddi til sameiningar spítalanna þriggja í Reykjavík, fyrst með sameiningu Landakotsspítala og Borgarspítala. Var það gert fyrst og fremst með rekstrarhagkvæmni í huga. Ég þakka Sighvati fyrir að hafa lokið upp augum margra fyrir þessum staðreyndum. Með árunum hafa enn frekari rök komið fram. Vegna gríðarlega mikillar sérhæfingar innan hinna ýmsu heilbrigðisstétta er ekki hægt að halda úti háþróaðri sjúkrahúsþjónustu nema slá saman kröftunum og nýta þekkinguna sem best. Í þessu liggur faglegur ávinningur en einnig fjárhagslegur, betri nýting sérhæfðrar þekkingar og dýrra tækja. Í stuttri frétt í DV þ. 26. janúar 1998 segir að Sighvatur hafi daginn áður lýst skoðun sinni á sjúkrahúsmálum í Sjónvarpinu. Þar hafi hann sagt að spara mætti „mikla fjármuni í heilbrigðisþjónustunni með því að rífa niður stóru sjúkrahúsin í Reykjavík og byggja í staðinn nútímalegt háskólasjúkrahús". Sjaldan held ég að Sighvatur hafi haft jafn rétt fyrir sér og þarna. Á þessum tíma virðist ekki hafa vafist fyrir ráðherranum fyrrverandi um hvað háskólasjúkrahús fjallaði. Ekki var heldur svo í tuttugu ára gamalli þingræðu þar sem hann sem ráðherra talaði um Landspítala sem háskólasjúkrahús. Nú er önnur öld og Sighvatur spyr hvað sé háskólasjúkrahús og hvort ráðgert sé að byggja utan um slíka stofnun og fullyrðir jafnframt að slíkt sjúkrahús höfum við ekki á Íslandi. Þar steig fyrrverandi ráðherra niður úr. Háskólasjúkrahús fjallar fyrst og fremst um afstöðu og getu starfsmanna og vilja stjórnenda til þekkingaröflunar og þekkingarmiðlunar. Háskóli Íslands hefur skipað sér í hóp 300 bestu háskóla í heimi samkvæmt alþjóðlegu mati og er það með ólíkindum sé miðað við stærð og fjárframlög. Drjúgur hluti þess fræðastarfs sem þetta mat byggir á, rekur uppruna sinn til Landspítala. Bygging sjúkrahúss sem hefur það hlutverk að vera háskólasjúkrahús þarf að geta hýst starfsemi af þessu tagi en ekki síður að vera sá starfsvettvangur sem laðar að sérhæfða starfsmenn sem skapa háskólaumhverfi. Sighvatur spyr fleiri spurninga í grein sinni, eins og þeirrar hvort mennta eigi sérgreinalækna hér á landi eftir byggingu nýs spítala. Ekki er ástæða til að gera lítið úr því að á Landspítala njóta 1.300 nemendur árlega kennslu og leiðsagnar í mismunandi heilbrigðisfræðum, allmörgum í sérnámi a.m.k. að hluta. Slík handleiðsla dregur að best menntuðu sérfræðingana auk þess sem fólk í sérnámi er mikilvægur starfskraftur og drifkraftur til þekkingaröflunar sem skilar bættri þjónustu. Sighvatur ræðir í grein sinni kostnaðinn við að koma upp endurnýjuðum spítala og nýjan búnað sem vanti. Kaup á honum eru nauðsynleg og koma nýjum spítala ekki við nema að því leyti að nýbyggingarnar eru nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að taka hluta hans í notkun, þar eð eldri byggingar valda ekki því hlutverki. Þá nefnir Sighvatur mannaflaþörf og segir hana munu aukast mjög með nýjum spítala. Staðreyndin er sú að Landspítali hefur allt frá sameiningu sinnt nær öllum greinum læknisfræðinnar. Með því að öll meginstarfsemin flyst á sama stað dregur úr þörfinni fyrir fjölgun starfsmanna. Í því felst hinn útreiknaði sparnaður við nýbygginguna að stórum hluta. Jafnramt má benda á að þumalfingurreglan sem Sighvatur segir gilda um að milljón íbúa þurfi að standa á bak við háskólaspítala, hefur verið brotin hér á landi í mörg ár með harla góðum árangri. Í raun eru ekki heldur rök fyrir því að 300 þúsund manns haldi uppi þróuðu, sjálfstæðu ríki en við gerum það nú samt. Hér er aðeins verið að uppfæra til nútímans. Ráðherrann fyrrverandi spyr hvað verði um sjúkrahús á landsbyggðinni með endurnýjun Landspítala. Þróunin á Íslandi er eins og annars staðar. Færri og stærri sjúkrahús eru raunin í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Á Akureyri þarf án tvímæla að vera öflugt sérgreinasjúkrahús eins og heilbrigðislögin gera ráð fyrir. Fyrir fjórtán árum viðraði Sighvatur Björgvinsson hugmyndir um að rífa stóru sjúkrahúsin í Reykjavík og byggja nútímalegt háskólasjúkrahús. Í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 varð ljóst að ekki væri raunhæft að byggja nýjan spítala frá grunni í einni atrennu. Þá var ákveðið að áfangaskipta verkefninu, sem m.a. felur í sér að nýjar byggingar verða reistar og eldri byggingar nýttar áfram enn um sinn. Áfram verður hægt að tryggja nútímalega sjúkrahúsþjónustu, sem áreiðanlega kemur sjúklingum þessa lands til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins Umræðan um risabyggingu nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur er hafin. Halldór Laxness orðaði umræðuhefð Íslendinga á þá leið, að þeir deildu helst um tittlingaskít og aukaatriði en setti gjarna hljóða þegar komið væri að kjarna máls. Og hver er kjarni málsins? 21. maí 2012 06:00 Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er í nágrannalöndum Íslands víða verið að rífa sjúkrahúsbyggingar sem ekki eru nema örfárra áratuga gamlar. Nýbyggingar eru reistar til þess að mæta þörfum sem stórstígar breytingar á starfsemi sjúkrahúsa gera kröfu um eigi þjónusta við sjúklinga áfram að vera í takti við nútímann. Á Íslandi er kjarni málsins sá sami og annars staðar. Endurnýjun Landspítala er stærsta framfaraskref sem lengi hefur sést á sviði heilbrigðismála. Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, ritar grein í Fréttablaðið 21. maí sl. og upplýsir að umræðan um risabyggingu (sic) nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur sé hafin. Af mörgum fullyrðingum sem höfundur kastar fram er þessi um það bil sú eina rétta. Í heilbrigðisráðherratíð Sighvats árið 1991 var hrundið af stað því ferli sem leiddi til sameiningar spítalanna þriggja í Reykjavík, fyrst með sameiningu Landakotsspítala og Borgarspítala. Var það gert fyrst og fremst með rekstrarhagkvæmni í huga. Ég þakka Sighvati fyrir að hafa lokið upp augum margra fyrir þessum staðreyndum. Með árunum hafa enn frekari rök komið fram. Vegna gríðarlega mikillar sérhæfingar innan hinna ýmsu heilbrigðisstétta er ekki hægt að halda úti háþróaðri sjúkrahúsþjónustu nema slá saman kröftunum og nýta þekkinguna sem best. Í þessu liggur faglegur ávinningur en einnig fjárhagslegur, betri nýting sérhæfðrar þekkingar og dýrra tækja. Í stuttri frétt í DV þ. 26. janúar 1998 segir að Sighvatur hafi daginn áður lýst skoðun sinni á sjúkrahúsmálum í Sjónvarpinu. Þar hafi hann sagt að spara mætti „mikla fjármuni í heilbrigðisþjónustunni með því að rífa niður stóru sjúkrahúsin í Reykjavík og byggja í staðinn nútímalegt háskólasjúkrahús". Sjaldan held ég að Sighvatur hafi haft jafn rétt fyrir sér og þarna. Á þessum tíma virðist ekki hafa vafist fyrir ráðherranum fyrrverandi um hvað háskólasjúkrahús fjallaði. Ekki var heldur svo í tuttugu ára gamalli þingræðu þar sem hann sem ráðherra talaði um Landspítala sem háskólasjúkrahús. Nú er önnur öld og Sighvatur spyr hvað sé háskólasjúkrahús og hvort ráðgert sé að byggja utan um slíka stofnun og fullyrðir jafnframt að slíkt sjúkrahús höfum við ekki á Íslandi. Þar steig fyrrverandi ráðherra niður úr. Háskólasjúkrahús fjallar fyrst og fremst um afstöðu og getu starfsmanna og vilja stjórnenda til þekkingaröflunar og þekkingarmiðlunar. Háskóli Íslands hefur skipað sér í hóp 300 bestu háskóla í heimi samkvæmt alþjóðlegu mati og er það með ólíkindum sé miðað við stærð og fjárframlög. Drjúgur hluti þess fræðastarfs sem þetta mat byggir á, rekur uppruna sinn til Landspítala. Bygging sjúkrahúss sem hefur það hlutverk að vera háskólasjúkrahús þarf að geta hýst starfsemi af þessu tagi en ekki síður að vera sá starfsvettvangur sem laðar að sérhæfða starfsmenn sem skapa háskólaumhverfi. Sighvatur spyr fleiri spurninga í grein sinni, eins og þeirrar hvort mennta eigi sérgreinalækna hér á landi eftir byggingu nýs spítala. Ekki er ástæða til að gera lítið úr því að á Landspítala njóta 1.300 nemendur árlega kennslu og leiðsagnar í mismunandi heilbrigðisfræðum, allmörgum í sérnámi a.m.k. að hluta. Slík handleiðsla dregur að best menntuðu sérfræðingana auk þess sem fólk í sérnámi er mikilvægur starfskraftur og drifkraftur til þekkingaröflunar sem skilar bættri þjónustu. Sighvatur ræðir í grein sinni kostnaðinn við að koma upp endurnýjuðum spítala og nýjan búnað sem vanti. Kaup á honum eru nauðsynleg og koma nýjum spítala ekki við nema að því leyti að nýbyggingarnar eru nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að taka hluta hans í notkun, þar eð eldri byggingar valda ekki því hlutverki. Þá nefnir Sighvatur mannaflaþörf og segir hana munu aukast mjög með nýjum spítala. Staðreyndin er sú að Landspítali hefur allt frá sameiningu sinnt nær öllum greinum læknisfræðinnar. Með því að öll meginstarfsemin flyst á sama stað dregur úr þörfinni fyrir fjölgun starfsmanna. Í því felst hinn útreiknaði sparnaður við nýbygginguna að stórum hluta. Jafnramt má benda á að þumalfingurreglan sem Sighvatur segir gilda um að milljón íbúa þurfi að standa á bak við háskólaspítala, hefur verið brotin hér á landi í mörg ár með harla góðum árangri. Í raun eru ekki heldur rök fyrir því að 300 þúsund manns haldi uppi þróuðu, sjálfstæðu ríki en við gerum það nú samt. Hér er aðeins verið að uppfæra til nútímans. Ráðherrann fyrrverandi spyr hvað verði um sjúkrahús á landsbyggðinni með endurnýjun Landspítala. Þróunin á Íslandi er eins og annars staðar. Færri og stærri sjúkrahús eru raunin í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Á Akureyri þarf án tvímæla að vera öflugt sérgreinasjúkrahús eins og heilbrigðislögin gera ráð fyrir. Fyrir fjórtán árum viðraði Sighvatur Björgvinsson hugmyndir um að rífa stóru sjúkrahúsin í Reykjavík og byggja nútímalegt háskólasjúkrahús. Í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 varð ljóst að ekki væri raunhæft að byggja nýjan spítala frá grunni í einni atrennu. Þá var ákveðið að áfangaskipta verkefninu, sem m.a. felur í sér að nýjar byggingar verða reistar og eldri byggingar nýttar áfram enn um sinn. Áfram verður hægt að tryggja nútímalega sjúkrahúsþjónustu, sem áreiðanlega kemur sjúklingum þessa lands til góða.
Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins Umræðan um risabyggingu nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur er hafin. Halldór Laxness orðaði umræðuhefð Íslendinga á þá leið, að þeir deildu helst um tittlingaskít og aukaatriði en setti gjarna hljóða þegar komið væri að kjarna máls. Og hver er kjarni málsins? 21. maí 2012 06:00
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun