Nokkuð annríki hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag en lögreglu var tilkynnt um þrjú innbrot, eitt í geymslu í Hlíðunum, annað í geymslu í Laugardalnum þar sem rafmagnsjóli og hjálmi var stolið, og það þriðja í annarri geymslu í Hlíðunum.
Þá barst lögreglu tilkynning á sjötta tímanum um unglinga sem höfðu verið að kasta flugeldum að yngri krökkum.
Einstaklingur var þá handtekinn í Breiðholti fyrir eignaspjöll auk þess að hafa ekki fylgt fyrirmælum lögreglu. Aðilinn var að sögn lögreglu í mjög annarlegu ástandi og reyndi hann meðal annars að slá lögreglumann með hlaupahjóli. Lögreglan endaði á því að nota piparúða til þess að yfirbuga manninn.
Að sögn lögreglu hefur verið mikið um útköll vegna ölvunar fólks sem er enn illa áttað eftir gamlárskvöld.