Einn greinst með breska afbrigðið innanlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2021 08:23 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í fyrra. Fyrsti upplýsingafundur nýs árs verður klukkan 11:03 í dag. Vísir/Vilhelm Alls hafa sautján einstaklingar greinst með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þar af er einn sem greindist innanlands með afbrigðið en sú manneskja var nátengd annarri sem hafði greinst á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Umrætt afbrigði veirunnar greindist fyrst í Bretlandi fyrir nokkrum vikum og hefur valdið miklum usla þar. Talið er að það sé allt að 70 prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þórólfur kveðst vona að afbrigðið komist ekki meir inn í samfélagið hér. „Við höfum greint allt í allt eitthvað um sautján einstaklinga á landamærunum með þetta breska afbrigði. Einn greindist fyrir utan landamærin en var nátengdur landamærasmiti. Eins og við höfum séð með aðra stofna þessarar veiru þá hafa þeir greinst svona í nánasta umhverfi þeirra einstaklinga sem eru að greinast á landamærunum sem sýnir að það getur komið smit en vonandi förum við ekkert að fá það meira inn í samfélagið,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Spurður út í stöðuna á faraldrinum núna sagði hann að túlka þyrfti þær tölur sem sést hafi um áramótin með varúð þar sem ekki liggi alveg fyrir hversu mörg sýni hafi til að mynda verið tekin. Þó sé það jákvætt að fáir hafi greinst með veiruna um áramótin og að langflestir þeirra hafi verið í sóttkví. Það sem svo hafi gerst í faraldrinum milli jóla og nýárs, um áramót og við upphaf nýs árs komi í ljós í síðari hluta þessarar viku. Tilefni til tilslakana ef mjög fáir greinast Núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 12. janúar. Þórólfur kvaðst vera farinn að velta fyrir sér næstu tillögum en vill ekkert gefa upp um það enn sem komið er hvað gæti falist í þeim. „Við þurfum bara að sjá. Ég bind vonir við það ef faraldurinn hér, ef veiran greinist mjög lítið, ég held það reyni virkilega á það næstu dagana í þessari viku. Ef það eru mjög fáir sem eru að greinast, það verður bara mjög ánægjulegt og eins og við höfum alltaf sagt að þá er náttúrulega tilefni til að fara að slaka eitthvað frekar á en það er ótímabært að tala um það eitthvað í einstaka liðum núna,“ sagði hann. Þá var einnig rætt um bóluefni og stöðuna í þeim málum. Fastlega er búist við því að Evrópska lyfjastofnunin (EMA) veiti bóluefni Moderna markaðsleyfi í dag. Bóluefnið gæti því fengið markaðsleyfi hér á landi á morgun. Íslensk stjórnvöld hafa samið um 128.000 skammta sem duga fyrir um 64.000 einstaklinga en afhendingaráætlun liggur ekki fyrir. „Við erum bara í sömu sporum og allir aðrir“ Fram kom í máli Þórólfs í morgun að það eina sem fast væri í hendi núna er að síðar í þessum mánuði, væntanlega í kringum 21. janúar, fáum við næsta skammt af bóluefni Pfizer. Ástæðan er sú að önnur bóluefni eru ekki komin með markaðsleyfi í Evrópu, til dæmis fyrrnefnd bóluefni Moderna og bóluefni AstraZeneca. „Við erum bara í sömu sporum og allir aðrir. Mér finnst umræðan vera dálítið þannig að menn haldi að þetta séu bara við sem höfum ekki samning um tímaáætlun og þvíumlíkt. Það eru bara allar þjóðir sem eru þannig, þannig að við þurfum ekki endilega að kvarta þó að við vildum fá þetta miklu hraðar og svo gjarnan,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Umrætt afbrigði veirunnar greindist fyrst í Bretlandi fyrir nokkrum vikum og hefur valdið miklum usla þar. Talið er að það sé allt að 70 prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þórólfur kveðst vona að afbrigðið komist ekki meir inn í samfélagið hér. „Við höfum greint allt í allt eitthvað um sautján einstaklinga á landamærunum með þetta breska afbrigði. Einn greindist fyrir utan landamærin en var nátengdur landamærasmiti. Eins og við höfum séð með aðra stofna þessarar veiru þá hafa þeir greinst svona í nánasta umhverfi þeirra einstaklinga sem eru að greinast á landamærunum sem sýnir að það getur komið smit en vonandi förum við ekkert að fá það meira inn í samfélagið,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Spurður út í stöðuna á faraldrinum núna sagði hann að túlka þyrfti þær tölur sem sést hafi um áramótin með varúð þar sem ekki liggi alveg fyrir hversu mörg sýni hafi til að mynda verið tekin. Þó sé það jákvætt að fáir hafi greinst með veiruna um áramótin og að langflestir þeirra hafi verið í sóttkví. Það sem svo hafi gerst í faraldrinum milli jóla og nýárs, um áramót og við upphaf nýs árs komi í ljós í síðari hluta þessarar viku. Tilefni til tilslakana ef mjög fáir greinast Núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 12. janúar. Þórólfur kvaðst vera farinn að velta fyrir sér næstu tillögum en vill ekkert gefa upp um það enn sem komið er hvað gæti falist í þeim. „Við þurfum bara að sjá. Ég bind vonir við það ef faraldurinn hér, ef veiran greinist mjög lítið, ég held það reyni virkilega á það næstu dagana í þessari viku. Ef það eru mjög fáir sem eru að greinast, það verður bara mjög ánægjulegt og eins og við höfum alltaf sagt að þá er náttúrulega tilefni til að fara að slaka eitthvað frekar á en það er ótímabært að tala um það eitthvað í einstaka liðum núna,“ sagði hann. Þá var einnig rætt um bóluefni og stöðuna í þeim málum. Fastlega er búist við því að Evrópska lyfjastofnunin (EMA) veiti bóluefni Moderna markaðsleyfi í dag. Bóluefnið gæti því fengið markaðsleyfi hér á landi á morgun. Íslensk stjórnvöld hafa samið um 128.000 skammta sem duga fyrir um 64.000 einstaklinga en afhendingaráætlun liggur ekki fyrir. „Við erum bara í sömu sporum og allir aðrir“ Fram kom í máli Þórólfs í morgun að það eina sem fast væri í hendi núna er að síðar í þessum mánuði, væntanlega í kringum 21. janúar, fáum við næsta skammt af bóluefni Pfizer. Ástæðan er sú að önnur bóluefni eru ekki komin með markaðsleyfi í Evrópu, til dæmis fyrrnefnd bóluefni Moderna og bóluefni AstraZeneca. „Við erum bara í sömu sporum og allir aðrir. Mér finnst umræðan vera dálítið þannig að menn haldi að þetta séu bara við sem höfum ekki samning um tímaáætlun og þvíumlíkt. Það eru bara allar þjóðir sem eru þannig, þannig að við þurfum ekki endilega að kvarta þó að við vildum fá þetta miklu hraðar og svo gjarnan,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira