Að mjólka læk, - og að móttaka læk Ingunn Björnsdóttir skrifar 4. janúar 2021 11:01 Fyrir íslenskunördana skal strax tekið fram að þessi texti fjallar um hvorugkynsorðið læk, sem er íslenskun á enska orðinu „like“. Orðið sem hlýtur að beygjast læk, um læk, frá læki til læks. Pistillinn fjallar semsagt ekki um fræga afsögn íslenskufræðings vegna læks. En þó fjallar hann í vissum skilningi alfarið um þá afsögn. Afsögnin sú var vegna þess að íslenskufræðingurinn taldi sig hafa misst trúverðugleika. Skömmu fyrir jól fékk ég læk á fésbókarfærslu sem fjallaði í stórum dráttum um trúverðugleika. Nánar til tekið fjallaði hún um það þegar lögbrot eru talin hafa verið framin og opinber stofnun, önnur en saksóknari, gengur svo hart fram í að sanna meint lögbrot að lögbrot hlýst af, trúverðugleiki stofnunarinnar bíður hnekki og umtalsverður kostnaður fellur á ríkissjóð og þar með okkur skattborgarana. Og önnur opinber stofnun, sem við eigum mikið undir að segi okkur sannar fréttir, sýnir sig að hafa lagt út agn sem fyrrnefnda stofnunin beit á. Fréttastofnunin hefur sem sagt ekki bara verið að flytja fréttir heldur einnig að hanna fréttir í hálfgerðum tálbeitustíl. Skjáskot af vef Stundarinnar. Það hefur lengi verið skoðun mín að opinberar stofnanir ættu að halda sig innan ramma laganna, þ.e. halda sig við það hlutverk sem þeim er fengið með lögum og vanda til verka. Og ég fékk læk á þá skoðun frá gömlum skólabróður sem svo vill til að er ráðherra nú. En af því að dæmið sem ég valdi var um fyrirtæki sem ráðherrann hefur lýst sig vanhæfan til að fjalla um, þá varð það að fjölmiðlamáli að hann setti læk á þessa færslu. Og ekki bara í einni frétt heldur þremur fréttum, hjá tveimur fjölmiðlum, auk endursagna og umsagna út frá fyrstu fréttinni. Seinni tvær fréttirnar voru um það að ráðherrann hefði ekki svarað því hvers vegna hann setti læk á þessa færslu. Ég hef ekki spurt ráðherrann, skólabróður minn, hvers vegna hann setti læk á þessa færslu, enda spyr ég fólk yfirleitt ekki slíkra spurninga. Enginn hefur spurt mig hvernig mér hafi líkað að vakna „heimsfræg“ á Íslandi skömmu fyrir jól, - ekki út af neinu af því sem ég hef lagt vinnu í um ævina, heldur vegna þess að skólabróðir minn setti læk á fésbókarfærslu hjá mér. Ég þurfti sjálf að ganga eftir því að fjölmiðillinn sendi mér greinina sem hann hafði skrifað og tilgreint þar sérstaklega nafn mitt, stöðuheiti og vinnustað. Og ég þurfti líka sjálf að ganga eftir því, hálfum sólarhring síðar að fjölmiðillinn sendi mér myndbirtingu og nafnbirtingu sína á þeim 7 vinum mínum sem svo vildi til að höfðu lækað á svipuðum tíma og fyrrnefndur skólabróðir. Þegar ég hafði frétt af þessari myndbirtingu vildi ég láta vinina vita, - vildi að þeir vissu af þessari óvenjulegu leið til „frægðar“. Þær aðferðir sem ég þurfti að beita til að ná sambandi við umræddan fjölmiðil eru efni í aðra grein. Síðasti fjölmiðillinn sem fjallaði um málið nefndi hvorki nafn mitt, stöðuheiti né vinnustað, og sveipaði vinina þoku í myndbirtingu sem án efa var ætlað að sanna að ráðherrann hefði lækað á færsluna. Síðasti fjölmiðillinn kenndi þarna þeim fyrsta lítillega, með sýnidæmi, hvernig beina má sjónum að því sem ætlunin er að sé aðalatriði og frá því sem ekki ætti að skipta höfuðmáli. Fyrir mig skipti það kannski ekki öllu máli, ég hefði ekki skrifað fésbókarfærsluna ef ég hefði ekki verið tilbúin að standa við hana. En vinir sem læka eiga kannski ekki endilega von á að lenda á síðum fjölmiðlanna fyrir það. Eftir þessa reynslu undrast ég dálítið áherslur umræddra fjölmiðla. Þeir virðast ekki hafa haft tíma til að fjalla um að fyrirtækið sem ég nefndi í upphaflegri fésbókarfærslu hefur fengið afhent tölvupóstsamskipti fréttastofunnar og opinberu stofnunarinnar sem ég nefndi í upphafi og birt þau. Og fréttastofan umrædda hefur heldur ekkert fjallað um þá afhendingu og birtingu. Þetta finnst mér, nýkominni frá Noregi, ögn dularfull fréttamennska. Þessi tölvupóstsamskipti í aðdraganda húsleitar hljóta að vera fréttaefni. Ef ekki vegna innihalds tölvupóstanna, þá í það minnsta vegna þess að fyrirtækinu sem fyrir húsleitinni varð tókst að fá tölvupóstana afhenta, og birti þá síðan. Fjölmiðillinn Mannlíf birti þó hlekk á þessa tölvupósta 11. desember 2020 þannig að þar á bæ hafa menn lesið þá og væntanlega áreiðanleikakannað skjalið. En inngangur Mannlífs er þannig að ég sé ekki beint ástæðu til að beina lesendum þangað og hirti því einungis hlekkinn úr greininni. Allir voru fjölmiðlarnir sem skrifuðu um fésbókarfærsluna mína að nota frekar auðvelda tegund af smellabeitu, - að mjólka læk. Og á vissan hátt líka að smætta mig í óvirkan móttakanda læks. Góðar stundir. Höfundur er móttakandi læks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir íslenskunördana skal strax tekið fram að þessi texti fjallar um hvorugkynsorðið læk, sem er íslenskun á enska orðinu „like“. Orðið sem hlýtur að beygjast læk, um læk, frá læki til læks. Pistillinn fjallar semsagt ekki um fræga afsögn íslenskufræðings vegna læks. En þó fjallar hann í vissum skilningi alfarið um þá afsögn. Afsögnin sú var vegna þess að íslenskufræðingurinn taldi sig hafa misst trúverðugleika. Skömmu fyrir jól fékk ég læk á fésbókarfærslu sem fjallaði í stórum dráttum um trúverðugleika. Nánar til tekið fjallaði hún um það þegar lögbrot eru talin hafa verið framin og opinber stofnun, önnur en saksóknari, gengur svo hart fram í að sanna meint lögbrot að lögbrot hlýst af, trúverðugleiki stofnunarinnar bíður hnekki og umtalsverður kostnaður fellur á ríkissjóð og þar með okkur skattborgarana. Og önnur opinber stofnun, sem við eigum mikið undir að segi okkur sannar fréttir, sýnir sig að hafa lagt út agn sem fyrrnefnda stofnunin beit á. Fréttastofnunin hefur sem sagt ekki bara verið að flytja fréttir heldur einnig að hanna fréttir í hálfgerðum tálbeitustíl. Skjáskot af vef Stundarinnar. Það hefur lengi verið skoðun mín að opinberar stofnanir ættu að halda sig innan ramma laganna, þ.e. halda sig við það hlutverk sem þeim er fengið með lögum og vanda til verka. Og ég fékk læk á þá skoðun frá gömlum skólabróður sem svo vill til að er ráðherra nú. En af því að dæmið sem ég valdi var um fyrirtæki sem ráðherrann hefur lýst sig vanhæfan til að fjalla um, þá varð það að fjölmiðlamáli að hann setti læk á þessa færslu. Og ekki bara í einni frétt heldur þremur fréttum, hjá tveimur fjölmiðlum, auk endursagna og umsagna út frá fyrstu fréttinni. Seinni tvær fréttirnar voru um það að ráðherrann hefði ekki svarað því hvers vegna hann setti læk á þessa færslu. Ég hef ekki spurt ráðherrann, skólabróður minn, hvers vegna hann setti læk á þessa færslu, enda spyr ég fólk yfirleitt ekki slíkra spurninga. Enginn hefur spurt mig hvernig mér hafi líkað að vakna „heimsfræg“ á Íslandi skömmu fyrir jól, - ekki út af neinu af því sem ég hef lagt vinnu í um ævina, heldur vegna þess að skólabróðir minn setti læk á fésbókarfærslu hjá mér. Ég þurfti sjálf að ganga eftir því að fjölmiðillinn sendi mér greinina sem hann hafði skrifað og tilgreint þar sérstaklega nafn mitt, stöðuheiti og vinnustað. Og ég þurfti líka sjálf að ganga eftir því, hálfum sólarhring síðar að fjölmiðillinn sendi mér myndbirtingu og nafnbirtingu sína á þeim 7 vinum mínum sem svo vildi til að höfðu lækað á svipuðum tíma og fyrrnefndur skólabróðir. Þegar ég hafði frétt af þessari myndbirtingu vildi ég láta vinina vita, - vildi að þeir vissu af þessari óvenjulegu leið til „frægðar“. Þær aðferðir sem ég þurfti að beita til að ná sambandi við umræddan fjölmiðil eru efni í aðra grein. Síðasti fjölmiðillinn sem fjallaði um málið nefndi hvorki nafn mitt, stöðuheiti né vinnustað, og sveipaði vinina þoku í myndbirtingu sem án efa var ætlað að sanna að ráðherrann hefði lækað á færsluna. Síðasti fjölmiðillinn kenndi þarna þeim fyrsta lítillega, með sýnidæmi, hvernig beina má sjónum að því sem ætlunin er að sé aðalatriði og frá því sem ekki ætti að skipta höfuðmáli. Fyrir mig skipti það kannski ekki öllu máli, ég hefði ekki skrifað fésbókarfærsluna ef ég hefði ekki verið tilbúin að standa við hana. En vinir sem læka eiga kannski ekki endilega von á að lenda á síðum fjölmiðlanna fyrir það. Eftir þessa reynslu undrast ég dálítið áherslur umræddra fjölmiðla. Þeir virðast ekki hafa haft tíma til að fjalla um að fyrirtækið sem ég nefndi í upphaflegri fésbókarfærslu hefur fengið afhent tölvupóstsamskipti fréttastofunnar og opinberu stofnunarinnar sem ég nefndi í upphafi og birt þau. Og fréttastofan umrædda hefur heldur ekkert fjallað um þá afhendingu og birtingu. Þetta finnst mér, nýkominni frá Noregi, ögn dularfull fréttamennska. Þessi tölvupóstsamskipti í aðdraganda húsleitar hljóta að vera fréttaefni. Ef ekki vegna innihalds tölvupóstanna, þá í það minnsta vegna þess að fyrirtækinu sem fyrir húsleitinni varð tókst að fá tölvupóstana afhenta, og birti þá síðan. Fjölmiðillinn Mannlíf birti þó hlekk á þessa tölvupósta 11. desember 2020 þannig að þar á bæ hafa menn lesið þá og væntanlega áreiðanleikakannað skjalið. En inngangur Mannlífs er þannig að ég sé ekki beint ástæðu til að beina lesendum þangað og hirti því einungis hlekkinn úr greininni. Allir voru fjölmiðlarnir sem skrifuðu um fésbókarfærsluna mína að nota frekar auðvelda tegund af smellabeitu, - að mjólka læk. Og á vissan hátt líka að smætta mig í óvirkan móttakanda læks. Góðar stundir. Höfundur er móttakandi læks.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar